Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 8
116
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
að tölu og sumar þeirra engin smárit: Ferðabók 4 bindi, Lýsing
Islands 4 bindi, Landfræðisaga 4 bindi, eldfjallasagan og áferðis-
sagan þykkir doðrantar. Með þeim ritlaunum, sem Menningarsjóður
telur nú sæmilegt að bjóða náttúrufræðingum fyxir náttúrufræði-
skrif, hefðu ritlaun Þorvalds fyrir öll hans rit líklega skipt milljónum
króna.
Þegar lagt er nútímamat á vísindastarf Þorvalds Thoroddsens, má
ekki gleyma því, að veigamestu ritverk hans eru byggð á rannsókn-
um, sem gerðar voru fyrir 60—80 árum og að þau eru rituð fyrir
hálfri öld. Það hefur margt gerzt á skemmri tíma, ekki sízt um fram-
vindu vísindanna, og skiljanlega hefur þekkingin á náttúru íslands
aukizt mjög á þessu tímabili, enda margir verið þar að verki, bæði
innlendir og erlendir, og fjöldi jarðfræðiritgerða verið birtur. I flest-
um þessum ritgerðum hefur eitthvað verið gagnrýnt af því, sem
Þorvaldur hefur skrifað, af þeirri einföldu ástæðu, að varla er hægt
að bera svo niður í íslenzkri jarðfræði, að ekki hafi Þorvaldur verið
þar fyrir. Eðlilega verður mönnum í slíkum ritgerðum tíðræddara
um það, sem rangt er hjá Þorvaldi eða ekki athugað af Þorvaldi en
um allt það, sem þar hefur rétt reynzt, en einmitt þetta, að rit Þor-
valds eru enn svo lifandi, hefur að minni hyggju leitt til nokkurs van-
mats á verkum hans. Það er ennþá stöðugt verið að vega rannsóknir
hans móti nútímarannsóknum, en ekki móti rannsóknum samtíma-
manna hans, en þetta gleymist oft þeim, er ritgerðirnar lesa. Hann
er sem sé ekki orðinn nógu úreltur til að vera orðinn klassískur.
Vissulega hafði hann rangt fyrir sér í ýmsu, og einkum hafa skoð-
anir um íslenzka móbergið breytzt mjög vegna hinna merkilegu
rannsókna Helga Pjeturss, en þegar Þorvaldur var dæmdur hart fyrir
afstöðu sina til þeirra rannsókna, er rétt að hafa það í huga, að
skoðanir hans eru einkum byggðar á rannsóknum framkvæmdum á
þeim tíma, þegar enn var af nær öllum talið, að jökultíminn væri
einn og óskiptur, en þegar Helgi kemur fram á sjónarsviðið, er
mörgum fræðimönnum orðið ljóst, að skipzt höfðu á jökulskeið og
hlýviðrisskeið. Með þessu er engri rýrð kastað á hinar stórmerku
rannsóknir Helga Pjeturss, en afstaða Þorvalds verður skiljanlegri. Ég
hef ástæðu til að ætla, að leitun muni á hálfrar aldar gömlum yfirlits-
ritum um jarðfræði nokkurs lands, sem séu enn í jafnmiklu gildi og
rit Þorvalds. Þess er og að geta, að Þorvaldur leit ekki á sínar skoðanir
sem síðasta orðið í sínum fræðum. Hann skrifar sjálfur á efri árum: