Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 8
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að tölu og sumar þeirra engin smárit: Ferðabók 4 bindi, Lýsing Islands 4 bindi, Landfræðisaga 4 bindi, eldfjallasagan og áferðis- sagan þykkir doðrantar. Með þeim ritlaunum, sem Menningarsjóður telur nú sæmilegt að bjóða náttúrufræðingum fyxir náttúrufræði- skrif, hefðu ritlaun Þorvalds fyrir öll hans rit líklega skipt milljónum króna. Þegar lagt er nútímamat á vísindastarf Þorvalds Thoroddsens, má ekki gleyma því, að veigamestu ritverk hans eru byggð á rannsókn- um, sem gerðar voru fyrir 60—80 árum og að þau eru rituð fyrir hálfri öld. Það hefur margt gerzt á skemmri tíma, ekki sízt um fram- vindu vísindanna, og skiljanlega hefur þekkingin á náttúru íslands aukizt mjög á þessu tímabili, enda margir verið þar að verki, bæði innlendir og erlendir, og fjöldi jarðfræðiritgerða verið birtur. I flest- um þessum ritgerðum hefur eitthvað verið gagnrýnt af því, sem Þorvaldur hefur skrifað, af þeirri einföldu ástæðu, að varla er hægt að bera svo niður í íslenzkri jarðfræði, að ekki hafi Þorvaldur verið þar fyrir. Eðlilega verður mönnum í slíkum ritgerðum tíðræddara um það, sem rangt er hjá Þorvaldi eða ekki athugað af Þorvaldi en um allt það, sem þar hefur rétt reynzt, en einmitt þetta, að rit Þor- valds eru enn svo lifandi, hefur að minni hyggju leitt til nokkurs van- mats á verkum hans. Það er ennþá stöðugt verið að vega rannsóknir hans móti nútímarannsóknum, en ekki móti rannsóknum samtíma- manna hans, en þetta gleymist oft þeim, er ritgerðirnar lesa. Hann er sem sé ekki orðinn nógu úreltur til að vera orðinn klassískur. Vissulega hafði hann rangt fyrir sér í ýmsu, og einkum hafa skoð- anir um íslenzka móbergið breytzt mjög vegna hinna merkilegu rannsókna Helga Pjeturss, en þegar Þorvaldur var dæmdur hart fyrir afstöðu sina til þeirra rannsókna, er rétt að hafa það í huga, að skoðanir hans eru einkum byggðar á rannsóknum framkvæmdum á þeim tíma, þegar enn var af nær öllum talið, að jökultíminn væri einn og óskiptur, en þegar Helgi kemur fram á sjónarsviðið, er mörgum fræðimönnum orðið ljóst, að skipzt höfðu á jökulskeið og hlýviðrisskeið. Með þessu er engri rýrð kastað á hinar stórmerku rannsóknir Helga Pjeturss, en afstaða Þorvalds verður skiljanlegri. Ég hef ástæðu til að ætla, að leitun muni á hálfrar aldar gömlum yfirlits- ritum um jarðfræði nokkurs lands, sem séu enn í jafnmiklu gildi og rit Þorvalds. Þess er og að geta, að Þorvaldur leit ekki á sínar skoðanir sem síðasta orðið í sínum fræðum. Hann skrifar sjálfur á efri árum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.