Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 10
118
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lagi og jarðlagi, ef þau eiga að geta þróazt og aukið kyn sitt, líffærin
skapast, breytast og þróast af baráttunni við harðneskju hinnar dauðu
náttúru; það hverfur, sem ónýtt er eða veikburða, en hið sterkara
og hentugra þróast og dafnar. Mannlífið fylgir hinum sömu lögum
og því er þjóðunum áríðandi að fá glögga hugmynd um náttúruskil-
yrðin, sem líf þeirra er bundið. Þó nú þroskun þjóðfélaganna geti haft
nokkum framgang svo sem meðvitundarlaust og af þvingun um-
heimsins, þá kemst þó ekki fullt skrið á framfarimar fyrr en ein-
staklingarnir bera glöggt skyn á náttúruöfl þau, sem þeir eiga við að
stríða, og em vaknaðir til meðvitundar um stöðu sína gagnvart um-
heiminum.
Á hinni 20. öld eru miklar líkur til þess, að þekkingin á náttúru
Islands aukizt að miklum mun. Islendingar em nú teknir að rakna
við og farnir að hneigjast meir að náttúruvísindum en áður; þeir hafa
þegar á seinasta fjórðungi 19. aldar sjálfir að mun aukið vísindalega
þekkingu um landafræði og náttúrufræði Islands; það er engin ástæða
til að halda, að áhugi þessi dofni, miklu fremur má vænta þess, að
hann aukist með vaxandi menningu þjóðarinnar, því þá hljóta menn
að sjá, hve mikla þýðingu það hefir að þekkja landið sitt og að rann-
saka þá náttúru, sem þeir lifa í og daglega þurfa að glíma við. Vís-
indaleg þekking á náttúrunni er ein af helztu máttarstoðum framfar-
anna hjá öðrum þjóðum og mun líka verða það hjá Islendingum. Ef
atvinnuvegum á að fara fram, verður að rannsaka náttúruna og
spyrja hana til ráða. En náttúruskoðunin hefur líka æðra mið, hún
víkkar sjóndeildarhringinn og kennir oss að elska náttúruna og landið,
sem vér búiun í, skerpir skilninginn og opnar ókunna heima. Alltof
margir ganga sjónlausir og sofandi gegnum undraríki náttúrunnar og
heyra hvorki né sjá allan þann dýrðarljóma, sem vér daglega höfum
fyrir augum. Með vaxandi menningu opnast skilningarvitin og vér
gleðjumst yfir fegurð tilverunnar, sem vér áður ekki kunnum að meta,
hugurinn hverfur í hæðirnar og leitar sannleikans, en það er hið
æðsta takmark mannlegs anda“.