Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 12
120 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN upp í fjalllendið við Heljargjá, eftir þvi sem bezt verður séð, „þar til við áttum skammt að jökli“, segir Ólafur. Síðan sneru þeir aftur vestur á bóginn, unz þeir komu að Þórisvatni. Það töldu þeir vera Stórasjó, sem eðlilegt var, þar sem þeir höfðu ekki séð hann nær jöklinum og landslagið kom allvel heim við frásagnir (4). Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist til Yeiðivatna árið 1889 og skoðaði þau rækilega. Um Litlasjó segir hann: „Mér er nær að halda, að þetta vatn sé hinn eiginlegi Stórisjór“, enda er það „langstærst af öllum Veiðivötnum (5). Áður hafði P. Nielsen á Eyrarbakka, sem fór til Veiðivatna árið 1884, ritað Þorvaldi á þess leið: „Ég er alveg viss um, að Litlisjór er efstur af vötnunum í þeim vatnaklasa, er Björn Gunnlaugsson kallar Fiskivötn, og að ekkert rennur i þetta vatn úr öðrum vötnum“ (6). Samkvæmt þessu nefnir Þorvaldur Litlasjó Stórasjó í ritum sínum og uppdrætti. Þess má enn geta, að þjóðtrúin hefur skapað ýmsar sagnir um Stórasjó. Þar átti að vera veiðisæld mikil og hagar góðir, enda var þar haldin útilegumannabyggð, og telur Björn Gunnlaugsson eina af sjö „ímynduðum útilegumannastöðvum“ eiga að vera þar (3). Sagnirnar um Stórasjó eru fyrst og fremst merkilegar um það, að þær virðast fljótt á litið tilhæfulausar með öllu. Slíkt er þó fátítt um þau hindurvitni, er varða landið sjálft. Þórisdalur og Vonar- skarð hafa fundizt, jafnvel dalirnir í Ódáðahrauni. Grímsvötn fundust og, þegar umferð tókst um Vatnajökul, en Stórisjór hefur glatazt, máðst út af uppdráttum og úr vitund þjóðarinnar. Hans sér hvergi stað framar. Hverju sætir þetta? Tvennt virðist mér helzt koma til greina. 1. Að Stórisjór sé annað nafn á Þórisvatni, gefið af þeim, sem þangað komu sunnan fró Veiðivötnum, en ekki vestan úr Þóristung- um. Að þessu hníga þau rök, að munnmælin um landslag við Stóra- sjó geta allvel átt við Þórisvatn, einkum sunnanvert, og jafnframt hitt, að þeir Ólafur Pálsson (4), sem komu þangað austan um hraun og sanda, hugðu það vera Stórasjó, og mætti ætla, að frásagnir frá Stórasjó væru fremur frá Skaftfellingum runnar en Landmönnum. Gegn þessari skoðun mælir aftur hitt, að Stórisjór átti að liggja í norðaustur frá öðrum Veiðivötnum og ná upp að jökli, og í þá átt var hans jafnan leitað. Þessari skýringu verður þó eigi vísað á bug með öllu, en fremur verður hún að teljast ólíkleg. 2. Að sagnirnar um Stórasjó séu uppspuninn einn, orðnar til fyrir áhrif frá nafni Litlasjávar. Þorvaldur Thoroddsen hyggur raunar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.