Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 14
Jóhannes Áskelsson:
„Þar var bœrinn, sem nú er borgin"
Um Eldborg og Eldborgarhraun í KolbeinsstaSahreppi
í Landnámabók stendur, sem alkunna er, frásögn um uppkomu
elds í Borgarhrauni og um myndun borgarinnar. Er hér átt við
Eldborgarhraun og Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi, eða á Mýrum,
eins og enn er stunduð notað. Frásögnin er svo: „Þá var Þórir (o:
Sel-Þórir á Rauðamel inum ytra) gamall ok blindr, er hann kom
út síð um kveld ok sá, at maðr reri utan i Kaldárós á járnnökkva,
mikill ok illiligr, ok gekk þar upp til bæjar þess, er í Hripi hét, ok
gróf þar í stöðulshliði. En um nóttina kom þar upp jarðeldr, ok brann
þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin“ (5).
Mönnum hefir þótt frásögn þessi annarleg og með þjóðsögublæ.
1 rauninni á þjóðsögublærinn þó aðeins við um þann hluta frásagnar-
innar, sem fjallar um sýn Sel-Þóris. Þegar sagt var frá uppkomu
jarðeldsins, er frásögnin jafnstutt og laggóð og venjulega, þegar
íslenzk rit geta um eldsuppkomur. Það er ekki ólíklegt, að sem heim-
ild um sögualdar gos í Eldborg hafi klausan liðið við þjóðsögublæ-
inn, sem er í fyrra hluta hennar. Hitt gegnir svo öðru máli, hvort
gos í Eldborg, á landnámsöld eða siðar, stangist á við einhverjar
þekktar staðreyndir. Yfirgnæfandi líkur hafa verið færðar fyrir því,
að Eldborgarhraun sé eldra en landnámið á þessum slóðum, eru
fyrir því ýmis söguleg rök, sem ekki verða rakin hér, en vísað til
heimilda um það efni (6, 9).
Lega og stœrS Eldborgarhrauns
Með Eldborgarhrauni að vestan rennur Haffjarðará. Nær hraunið
þó óvíða alveg að ánni. 1 bökkum árinnar koma í ljós basaltklappir,
og hvílir sums staðar á þeim sjávarleir og sandur með leifum sædýra.
Mýrasund og misbreiðir flóar teygja sig frá ánni austur að hraun-
jaðrinum. Austan megin að hrauninu liggur Haukatunguflói nýrzt,