Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 23
ÞAR VAR BÆRINN . . . “ 131 íí stefnan vera hin sama, sem sýnir, að um eitt og sama hraun ræðir. öðru máli gegndi um bergið úr brunanum, það sýndi aðra segul- stefnu, sem sannar fyrir fullt og allt, að réttmætt er að telja brun- ann yngri og annað hraun en aðalhraunið. Hefir þá að minnsta kosti tvívegis gosið á sprungunni í Eldborgarhrauni. Við samanburð á segulstefnunni í yngstu hraununum frá Meitilsprungunni á Hellis- heiði, og ætla má, að þau séu frá árinu 1000, kom í ljós, að yngra Eld- borgarhraunið getur vel verið af svipuðum aldri. Nokkrar ályktanir. Niðurstöður þessa máls mætti draga saman á þessa leið: Eldborg er ekki stakur gígur, hún stendur á gossprungu með stefnu ASA. — VNV. Auk Eldborgar sjást nú í hrauninu fjórir gígar á sprungunni. Gosið hefur tvisvar í sprungu þessari, og í samræmi við það er Eldborgarhraun ekki eitt hraun, heldur tvö misgömul. Aðalhraunið er eldra. Það hefir myndazt við rólegt, umbrotalaust hraungos, og engin laus gosefni, aska, vikur og gjall, hafa þá orðið til. Eflaust hefur mjög lítið borið á eldstöðinni eftir gosið, sennilega minna en nú t. d. ber á Barnaborg. Hraun þetta hefur runnið löngu fyrir landnámstíð, en eftir sjávarhækkun þá, sem glögg merki eru um, að orðið hefur í lok síðustu ísaldar og laust eftir hana. Löngu síðar hefur gosið á sömu sprungunni og yngra hraunið runnið. Það gos varð með nokkrum öðrum hætti en hið fyrra. Meiri sprenginga gætti og nokkuð af laus- um gosefnum hlóðst upp á sprungunni. Þá mynduðust gígar þeir, sem nú sjást í hrauninu og allir standa á sprungunni. Aldursmun hraunanna má meðal annars marka af hinum ólíka þroska, sem gróður hraunanna sýnir, af land-myndarfræðilegum (geo- morfólógiskum) mun þeirra, sem einkum er fólginn í ólíkri veðrun á yfirborði hraunanna, og síðast, en ekki sízt, af ólikri segulstefnu í bergi þeirra. Sögn Landnámabókar um eldsuppkomu í Borgarhrauni á landnámsöld kemur ekki í bága við þær niðurstöður, sem jarðfræði- athugun mín á Borginni og Borgarhrauni hefir leitt til. Verður nú aftur vikið að sögninni í Landnámabók um sýn Sel-Þóris, þeirri er á var drepið í upphafi greinar þessarar. Gæti ekki verið, að þeim, sem þá sögu sagði eða reit, hafi þótt hún dálítið furðuleg og jafn- vel ekki trúleg, líkt og oss sumum nú á dögum, og því hafi hann tengt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.