Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 23
ÞAR VAR BÆRINN . . . “
131
íí
stefnan vera hin sama, sem sýnir, að um eitt og sama hraun ræðir.
öðru máli gegndi um bergið úr brunanum, það sýndi aðra segul-
stefnu, sem sannar fyrir fullt og allt, að réttmætt er að telja brun-
ann yngri og annað hraun en aðalhraunið. Hefir þá að minnsta kosti
tvívegis gosið á sprungunni í Eldborgarhrauni. Við samanburð á
segulstefnunni í yngstu hraununum frá Meitilsprungunni á Hellis-
heiði, og ætla má, að þau séu frá árinu 1000, kom í ljós, að yngra Eld-
borgarhraunið getur vel verið af svipuðum aldri.
Nokkrar ályktanir.
Niðurstöður þessa máls mætti draga saman á þessa leið:
Eldborg er ekki stakur gígur, hún stendur á gossprungu með stefnu
ASA. — VNV. Auk Eldborgar sjást nú í hrauninu fjórir gígar á
sprungunni.
Gosið hefur tvisvar í sprungu þessari, og í samræmi við það er
Eldborgarhraun ekki eitt hraun, heldur tvö misgömul. Aðalhraunið
er eldra. Það hefir myndazt við rólegt, umbrotalaust hraungos, og
engin laus gosefni, aska, vikur og gjall, hafa þá orðið til. Eflaust hefur
mjög lítið borið á eldstöðinni eftir gosið, sennilega minna en nú t. d.
ber á Barnaborg. Hraun þetta hefur runnið löngu fyrir landnámstíð,
en eftir sjávarhækkun þá, sem glögg merki eru um, að orðið hefur í
lok síðustu ísaldar og laust eftir hana. Löngu síðar hefur gosið á sömu
sprungunni og yngra hraunið runnið. Það gos varð með nokkrum
öðrum hætti en hið fyrra. Meiri sprenginga gætti og nokkuð af laus-
um gosefnum hlóðst upp á sprungunni. Þá mynduðust gígar þeir, sem
nú sjást í hrauninu og allir standa á sprungunni.
Aldursmun hraunanna má meðal annars marka af hinum ólíka
þroska, sem gróður hraunanna sýnir, af land-myndarfræðilegum (geo-
morfólógiskum) mun þeirra, sem einkum er fólginn í ólíkri veðrun á
yfirborði hraunanna, og síðast, en ekki sízt, af ólikri segulstefnu í bergi
þeirra. Sögn Landnámabókar um eldsuppkomu í Borgarhrauni á
landnámsöld kemur ekki í bága við þær niðurstöður, sem jarðfræði-
athugun mín á Borginni og Borgarhrauni hefir leitt til.
Verður nú aftur vikið að sögninni í Landnámabók um sýn Sel-Þóris,
þeirri er á var drepið í upphafi greinar þessarar. Gæti ekki verið, að
þeim, sem þá sögu sagði eða reit, hafi þótt hún dálítið furðuleg og jafn-
vel ekki trúleg, líkt og oss sumum nú á dögum, og því hafi hann tengt