Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 25
Trausti Einarsson:
ÞYngdarmœlingar á Islandi*
INNGANGUR
Eins og nafnið bendir til, beinast þyngdarmælingar að því að mæla
þyngdaraflið eða aðdráttarafl jarðar. Einkum er um það að ræða,
að mæla hvernig þyngdaraflið breytist frá einum stað til annars.
Slíkar mælingar geta gefið merkilegar upplýsingar um hin dýpri jarð-
lög og ýmislegt, er varðar ástand jarðskorpunnar, þegar mælt hefur
verið á nógu mörgum stöðum og kort gert yfir breytingar þyngdar-
innar.
Að hlutir hafa þyngd og leita niður til jarðar byggist, eins og
kunnugt er, á hinu almenna aðdráttarafli milli hlutanna. Samkvæmt
því lögmáli verkar aðdráttur milli hverra tveggja hluta. Þegar um
tvo hluti er að ræða, sem eru agnarsmáir, miðað við fjarlægðina milli
þeirra, hljóðar lögmálið þannig, að krafturinn sé í beinu hlutfalli við
„efnismagn“ hvors hlutar, en í öfugu hlutfalli við annað veldi fjar-
lægðarinnar milli hlutanna.
Sé nú um að ræða tvo hluti, sem ekki eru smáir miðað við fjar-
lægðina á milli þeirra, er hægt að finna kraftinn þannig: Við hugs-
um okkur hlutinn samsettan úr mörgum smáum ögnum og reikn-
um áhrif hverrar agnar í öðrum hlutnum á hverja ögn í hinum og
leggjum áhrifin saman. T. d. gæti annar hluturinn verið kúla úr
jafnþéttu efni, og hinn væri lítil ögn á yfirborði kúlunnar.
Þetta gæti táknað tog jarðar í hlut á yfirborðinu. Þetta var strembið
dæmi á tímum Newtons, en er nú auðleyst. tJtkoman er sú að kúlan
verkar eins og allt efnismagn hennar væri samankomið í miðpunkti.
Þetta er raunar ekki fullkomin mynd af jörðinni. Hún er ekki kúla,
heldur nokkuð flöt til pólanna vegna snúningsins. Jörðin er heldur
ekki jafnþétt í sér, heldur vex eðlisþunginn frá yfirborði og inn til
miðju. En gera má ráð fyrir, að jörðin sé í öllu verulegu byggð upp
* Grein þessi er í aðalatriðum útdráttur úr ritgerð minni A Survey of Gravity in
Iceland. Rit Vís. Isl. XXX, 1954.