Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 33
ÞYNGDARMÆLINGAR Á ISLANDI 141 Það mætti hugsa sér, að sagan hefjist með eldgosum á úthafsbotni og gosefnin hafi verið gjallkennd eða á annan hátt létt í sér. Þannig gat hlaðist upp bingur úr léttum gosefnum, sem að lokum náði upp úr sjó jafnframt því, sem hann sveigði skorpuna niður svarandi til flotjafnvægis. Þessi mynd kemur mjög til greina, en rétt er að nálgast viðfangsefnið einnig frá öðru sjónarmiði. Þess var áður getið, að undir meginlöndum sé skorpan gerð úr léttari efnum en undir úthöfum. Nánar tiltekið er þetta svo eftir rannsóknum síðustu ára, þar sem gerð skorpunnar er könnuð með bylgjum frá sprengingum, að undir meginlöndunum er um 35 km lag, sem hvílir á mun þyngra efni, en undir höfunum er létta lagið að vísu til staðar, en miklu þynnra. Undir djúphöfum með 4—6000 m dýpi er það aðeins um 5 km, en þykkara þar sem dýpið er minna. Ef við gerum þá ráð fyrir þessu lagi undir Norður-Atlantshafi og lát- um eitthvað það gerast, sem veldur þykknun á laginu á vissu svæði, þá væri jafnframt fundin leið til að skýra myndun landsvæðis þar. En nú er þess að geta, að það hálenda ísland, sem við þekkjum, er jarðfræðilega séð mjög ungt. Þorvaldur Thoroddsen áleit, að fs- land væri eftirstöðvar af fornri víðáttumikilli hásléttu, sem að mestu hefði sokkið í sæ. Á hans tímum var flotjafnvægi jarðskorpunnar lítt þekkt og ekki farið að móta neitt skoðanir jarðfræðinga. Þeir gátu gert ráð fyrir því í kenningum sínrnn, að lönd sykkju í sæ og yrðu að úthafs- botni, ef einhver atriði skýrðust þannig. Nú á tímum verður að hafa hliðsjón af kröfunni um flotjafnvægi Það er vissulega svo að rök hniga að því, að í fyrndinni hafi verið meginlandssvæði, þar sem nú er Norður-Atlantshaf, og það getur vel verið, að ísland sé að vissu leyti eftirstöðvar sliks lands. En að samrýma þessa skoðun kröfunni um flotjafnvægi er erfitt og engin leið hefur enn fundizt til þess. Myndun hafsins liggur hins vegar mjög langt til baka, og hægt er að halda henni utan við umræðumar í bili. Það sem skiptir máli í bili er það, að með jarðfræðilegum at- hugunum má sýna fram á, að tiltölulega nýlega, eða ekki fjarri mót- um pliósen- og kvartertímans, var Island láglent sléttlendi. Island nútímans er orðið til úr þessu sléttlendi með lyftingu, og þar sem enn ríkir flotjafnvægi varð þetta með því móti, að létt efni ykizt undir landinu, og þá einkum miðsvæðinu. Til þess er varla önnur skynsamleg leið en sú, að létt lag, sem var að nokkru hnoðanlegt, hafi þykknað vegna hliðarþrýstings.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.