Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 33
ÞYNGDARMÆLINGAR Á ISLANDI
141
Það mætti hugsa sér, að sagan hefjist með eldgosum á úthafsbotni
og gosefnin hafi verið gjallkennd eða á annan hátt létt í sér. Þannig
gat hlaðist upp bingur úr léttum gosefnum, sem að lokum náði upp
úr sjó jafnframt því, sem hann sveigði skorpuna niður svarandi til
flotjafnvægis. Þessi mynd kemur mjög til greina, en rétt er að nálgast
viðfangsefnið einnig frá öðru sjónarmiði.
Þess var áður getið, að undir meginlöndum sé skorpan gerð úr
léttari efnum en undir úthöfum. Nánar tiltekið er þetta svo eftir
rannsóknum síðustu ára, þar sem gerð skorpunnar er könnuð með
bylgjum frá sprengingum, að undir meginlöndunum er um 35 km
lag, sem hvílir á mun þyngra efni, en undir höfunum er létta lagið
að vísu til staðar, en miklu þynnra. Undir djúphöfum með 4—6000
m dýpi er það aðeins um 5 km, en þykkara þar sem dýpið er minna.
Ef við gerum þá ráð fyrir þessu lagi undir Norður-Atlantshafi og lát-
um eitthvað það gerast, sem veldur þykknun á laginu á vissu svæði,
þá væri jafnframt fundin leið til að skýra myndun landsvæðis þar.
En nú er þess að geta, að það hálenda ísland, sem við þekkjum,
er jarðfræðilega séð mjög ungt. Þorvaldur Thoroddsen áleit, að fs-
land væri eftirstöðvar af fornri víðáttumikilli hásléttu, sem að mestu
hefði sokkið í sæ.
Á hans tímum var flotjafnvægi jarðskorpunnar lítt þekkt og ekki
farið að móta neitt skoðanir jarðfræðinga. Þeir gátu gert ráð fyrir
því í kenningum sínrnn, að lönd sykkju í sæ og yrðu að úthafs-
botni, ef einhver atriði skýrðust þannig. Nú á tímum verður að hafa
hliðsjón af kröfunni um flotjafnvægi
Það er vissulega svo að rök hniga að því, að í fyrndinni hafi verið
meginlandssvæði, þar sem nú er Norður-Atlantshaf, og það getur
vel verið, að ísland sé að vissu leyti eftirstöðvar sliks lands. En að
samrýma þessa skoðun kröfunni um flotjafnvægi er erfitt og engin
leið hefur enn fundizt til þess. Myndun hafsins liggur hins vegar
mjög langt til baka, og hægt er að halda henni utan við umræðumar
í bili. Það sem skiptir máli í bili er það, að með jarðfræðilegum at-
hugunum má sýna fram á, að tiltölulega nýlega, eða ekki fjarri mót-
um pliósen- og kvartertímans, var Island láglent sléttlendi. Island
nútímans er orðið til úr þessu sléttlendi með lyftingu, og þar sem
enn ríkir flotjafnvægi varð þetta með því móti, að létt efni ykizt
undir landinu, og þá einkum miðsvæðinu. Til þess er varla önnur
skynsamleg leið en sú, að létt lag, sem var að nokkru hnoðanlegt, hafi
þykknað vegna hliðarþrýstings.