Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 59
FRÓÐLEGAR JÖKULRÁKIR 165 á brún heiSarinnar, Norðurbrún, í rúmlega 500 m hæð y. s. Allar þessar rákir eru eftir þann mikla ísstraum, sem seig út Fljótsdals- hérað á siðasta jökulskeiði. En hann var svo djúpur, að hann gerði betur en sléttfylla dalinn, eins og nú skal greint. Þegar kemur upp fyrir brúnina, taka þær jökulrákir, sem mest ber á, að snúast til vestrænnar-austlegrar stefnu og liggja á ská við halla upp að vatnaskilum á háheiðinni. Og þegar þangað kemur, er stefnan orðin yfirleitt frá vestri til austurs — af Herðubreið, á Bjólf — þó smábreytileg frá einum stað til annars. Austan vatnaskila stefna rákir, alls staðar sem þær er að finna, áfram austur, ofan í Seyðisfjörð. Ekki er um að villast, að þarna hefur kvisl af Héraðsjöklinum gengið austur yfir Fjarðarheiði. Vestrænu rákirnar hef ég fundið í mestri hæð um 660 m y. s. i norðurhalla Gagnheiðar (ath. 8. sept. 1945), en hærra leitaði ég þeirra ekki að ráði. Þegar Héraðsjökullinn gat sent frá sér kvisl austur yfir þann stað, hefur hann ekki getað verið minna en 660 m þykkur, þar sem nú er Lagarfljótsbrú hjá Egils- stöðum (19 m y. s.). Saga jökla á Fjarðarheiði var ekki öll, þegar Héraðsjökullinn hætti að teygja barð sitt austur yfir hana. Enn er ógetið rákakerfis, sem ég fann (9. sept. 1945) á Norðurbrún norðan vegar, þar sem heitir Þrí- vörðuháls, og einnig sunnan vegar nálægt vatnaskilum. Þessar rákir stefna að suðaustan (á Smjörfjöll). Jökullinn, sem þær risti, hefur komið ofan af Gagnheiði, sem er mikið fjall sunnan við Fjarðarheiði með hnúkum upp í 1000 m y. s., hæst 1005. Þetta rákakerfi fann ég hvergi á sömu klöpp og vestræna kerfið, svo að aldursafstaða kerf- anna er ekki augljós af því, hvernig þau skerist. Þó er það ætlun mín — af sambærilegum ummerkjum á öðrum fjöllum — að austræna kerfið sé yngra, sérstök jökulhetta hafi haldizt við eða myndazt í bili á Gagnheiði, eftir að Héraðsjökullinn hafi lækkað niður fyrir Norður- brún. LónsheiSi. Fjallvegurinn milli Lóns og Álftafjarðar nefnist Lónsheiði. Hæst á þeirri leið heita Vörp. Þar eru vatnaskil, 389 m y. s., í skarði milli miklu hærri fjalla. Suður af Vörpum er bratt, en stutt, aðeins tæpir 2 km niður að brekkurótum i Lóni í 50 m hæð y. s., en norðiu- („aust- ur“) af er afliðandi halli um 5 km veg niður í sömu hæð Álfta- fjarðarmegin. Á Vörpunum stefna jökulrákir í suður, svo að sýnt er,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.