Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 61
FRÓÐLEGARJÖKULRÁKIR
167
þar sem þær finnast. Ég tel ekki ósennilegt, að á hámarki síðasta
jökulskeiðs hafi ísinn yfir Þórsmörk og Goðalandi verið nægilega
þykkur, til að þaðan gengi skriðjökull suður yfir Fimmvörðuháls. En
eftir að jöklaskil urðu til á hálsinum, hafa rákir norræna jökulsins
að mestu máðst burt. Raunar getur verið, að sumar rákirnar norðan
vatnaskila séu eftir jökul, sem skreið norðan að, móti halla, því að það
verður ekki alls staðar séð á rákaðri klöpp, úr hvorri af gagnstæðum
áttum hún hefur verið rispuð.
Kortið (6. mynd) sýnir stefnu jökulráka í Fljótshlíð og uppi á
svonefndum Hraunum þar fyrir norðan, en þau eru hálendisrani, sem
gengur smálækkandi frá Tindafjallajökli út að Þríhyrningi og skilur
Fljótshlíð og Rangárvelli.
Á Hraununum hafa komið saman tveir miklir ísstraumar, annar
norðan, hinn sunnan Tindafjallajökuls, og er jöklarnir þynntust, hef-
ur orðið síbreikkandi auð landræma á milli þeirra eftir háhrygg,
vatnaskilum, Hraunanna. Það er eftirtektarvert, að rákir beggja ís-
straumanna stefna skáhallt upp að vatnaskilum á Hraununum, 'hins
nyrðra, Rangárvallajökulsins, að norðan og norðnorðaustan, en hins
syðra, Markarfljótsjökulsins, að suðaustan. Þetta sýnir, að snælína
hefur legið hærra en háhryggur Flraunanna, sem er 500—660 m y.s.,
þegar þessar rákir voru ristar. Að öðrum kosti hefðu snjófyrningar þar
bægt börðum meginjöklanna frá. En undir snælínu er það venja, að
meðfram hliðarjaðri skriðjökuls stefna rákirnar skáhallt út frá hon-
um, en ekki í meginstefnu hans, og liggja þær þá oft allmikið upp á
móti halla, ef brekka er upp af jökuljaðrinum. Þetta hef ég athugað
á nokkrum skriðjöklpm í Skaftafellssýslu. T. d. vestan við Skafta-
fellsjökul, um 1 km ofan við frambrún hans, mældist mér yfirleitt
um 30° horn milli jökuljaðarsins (sem er samsíða meginstefnu skrið-
jökulsins) og stefnu rákanna á klöppum, sem hann hefur hörfað af
á síðustu áratugum. Þetta horn minnkar eftir því, sem ofar kemur
með jökuljaðrinum og hverfur væntanlega um snælínu. Þar ætti
rákastefna að vera samsíða meginstefnu skriðjökulsins. En svo langt
hef ég ekki farið upp með Skaftafellsjökli.
Nú er það einsætt af jökulminjum hér á landi, að snælína hefur
legið mun lægra en 500—660 metra y. s. á blómaskeiði síðasta ís-
aldarjökuls, sbr. það sem hér að framan getur um Reykjanesskaga,
Breiðafjörð og Melrakkasléttu. Þetta blómaskeið jökulsins var því
vissulega um garð gengið, þegar rákirnar, sem merktar eru á Fljóts-