Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 61

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 61
FRÓÐLEGARJÖKULRÁKIR 167 þar sem þær finnast. Ég tel ekki ósennilegt, að á hámarki síðasta jökulskeiðs hafi ísinn yfir Þórsmörk og Goðalandi verið nægilega þykkur, til að þaðan gengi skriðjökull suður yfir Fimmvörðuháls. En eftir að jöklaskil urðu til á hálsinum, hafa rákir norræna jökulsins að mestu máðst burt. Raunar getur verið, að sumar rákirnar norðan vatnaskila séu eftir jökul, sem skreið norðan að, móti halla, því að það verður ekki alls staðar séð á rákaðri klöpp, úr hvorri af gagnstæðum áttum hún hefur verið rispuð. Kortið (6. mynd) sýnir stefnu jökulráka í Fljótshlíð og uppi á svonefndum Hraunum þar fyrir norðan, en þau eru hálendisrani, sem gengur smálækkandi frá Tindafjallajökli út að Þríhyrningi og skilur Fljótshlíð og Rangárvelli. Á Hraununum hafa komið saman tveir miklir ísstraumar, annar norðan, hinn sunnan Tindafjallajökuls, og er jöklarnir þynntust, hef- ur orðið síbreikkandi auð landræma á milli þeirra eftir háhrygg, vatnaskilum, Hraunanna. Það er eftirtektarvert, að rákir beggja ís- straumanna stefna skáhallt upp að vatnaskilum á Hraununum, 'hins nyrðra, Rangárvallajökulsins, að norðan og norðnorðaustan, en hins syðra, Markarfljótsjökulsins, að suðaustan. Þetta sýnir, að snælína hefur legið hærra en háhryggur Flraunanna, sem er 500—660 m y.s., þegar þessar rákir voru ristar. Að öðrum kosti hefðu snjófyrningar þar bægt börðum meginjöklanna frá. En undir snælínu er það venja, að meðfram hliðarjaðri skriðjökuls stefna rákirnar skáhallt út frá hon- um, en ekki í meginstefnu hans, og liggja þær þá oft allmikið upp á móti halla, ef brekka er upp af jökuljaðrinum. Þetta hef ég athugað á nokkrum skriðjöklpm í Skaftafellssýslu. T. d. vestan við Skafta- fellsjökul, um 1 km ofan við frambrún hans, mældist mér yfirleitt um 30° horn milli jökuljaðarsins (sem er samsíða meginstefnu skrið- jökulsins) og stefnu rákanna á klöppum, sem hann hefur hörfað af á síðustu áratugum. Þetta horn minnkar eftir því, sem ofar kemur með jökuljaðrinum og hverfur væntanlega um snælínu. Þar ætti rákastefna að vera samsíða meginstefnu skriðjökulsins. En svo langt hef ég ekki farið upp með Skaftafellsjökli. Nú er það einsætt af jökulminjum hér á landi, að snælína hefur legið mun lægra en 500—660 metra y. s. á blómaskeiði síðasta ís- aldarjökuls, sbr. það sem hér að framan getur um Reykjanesskaga, Breiðafjörð og Melrakkasléttu. Þetta blómaskeið jökulsins var því vissulega um garð gengið, þegar rákirnar, sem merktar eru á Fljóts-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.