Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 67
NÁKUÐUNGSLÖGIN 173 John Playfair, en enn voru mönnum allsendis óljósar orsakir land- hækkunarinnar. Árið 1839 hafði franski eðlisfræðingurinn Auguste Bravais vetrar- setu í Altenfirði í Norður-Noregi. Hann veitti því eftirtekt, að brim- þrep og malarhjallar, er sýndu hærri sjávarstöðu fyrrum, fóru hækkandi eftir þvi sem innar dró í fjörðinn. Myndir hans af þessum hallandi sjávarmörkum er að finna í mörgum jarðfræðikennslubókum 19. aldarinnar, en ekki var þetta fyrirbæri skýrt fyrr en á 9. tug aldarinnar, er ungur sænskur jarðfræðingur, Gerard De Geer, sýndi fram á það, að það var almenn regla bæði í Skandinavíu og á Sval- barða, að sjávarmörk fóru hækkandi frá ströndinni inn til lands. Taldi hann skýringuna á þessu vera þá, að á ísöldinni hefði jökul- fargið verið mest um miðbik þessara landsvæða og þau því látið undan síga, og þar hefði land einnig mest risið, eftir að jökulfarginu létti. Er þetta samkvæmt hinu s. k. ísóstasí-lögmáli, eða jafnvægisleitar- lögmáli, sem flestir jarðeðlisfræðingar aðhyllast nú. Þótt undarlegt megi nú virðast, var það ekki fyrr en á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar, sem jarðfræðingum varð það almennt ljóst, að vöxtur og rýrnun jökla veldur afstöðubreytingum láðs og lagar einnig með öðrum hætti, nfl. með því að binda í jöklunum mismunandi mikið magn af vatni úthafanna. Raunar hafði Johan nokkur Browallius, biskup í Ábo, ymprað á þessu í klassískri ritgerð, „Betankande om Vattuminskningen", sem út kom 1755, en því var ekki gaumur gefinn. Á 19. öldinni reyndu nokkrir fræðimenn (C. Maclaren 1842, J. Croll 1875 o. fl.) að reikna út, hversu mikið myndi hækka í sjónum, ef núverandi jöklar jarðarinnar bráðnuðu, en það var ekki fyrr en Fridtjof Nansen birti bók sína The Strandflat and Isostasy, árið 1921, og finnski jarðfræðingurinn W. Ramsey birti ritgerð um þetta efni 1924, að jarðfræðingar almennt fóru að taka tillit til þessarar sjávarmagnsbreytingar, er þeir fjölluðu um afstöðu- breytingar láðs og lagar. Talið er nú, að yfirborð heimshafanna myndi hækka a. m. k. 50 m, ef allir jöklar bráðnuðu að fullu, og færi þá verulegur hluti af láglendi jarðarinnar í kaf. Sem betur fer þarf þó ekki að óttast slíkt í náinni framtíð, jafnvel þótt jöklar haldi áfram að rýrna eins og þeir hafa gert síðustu áratugina. Rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari safnaði ég öllum fáanlegum upplýsingum um bráðnun jökla hvarvetna á jörðinni og reyndi að reikna út, hversu mikilli sjávarhækkun bráðnunin næmi árlega. I ritgerð þeirri, er ég birti um þetta efni 1940 (sbr. heimildarritaskrána), reiknaðist mér,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.