Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 71
NÁKUÐUNGSLÖGIN
177
2. mynd. Snið gegnum nákuðungskambinn við Bæjará niður af Bæ i Hrútafirði.
Section through the Nucella bar at the Bœjará river in Hrútafjördur.
fram, að þessi kyrrstaða væri frá kuldaskeiðinu 9000—8000 árum
f. Kr., en á þessu kuldaskeiði, er kom á eftir hlýviðrisskeiði því,
sem kennt er við staðinn Alleröd í Danmörku og varaði frá um
10000—9000 f. Kr., gengu jöldar fram víða um heim og hlóðu upp
miklum jökulgörðum, t. d. Salpaussalke-jökulgörðunum í Finnlandi.
Frá því skeiði eru að líkindum jökulgarðar og fornir sandar milli
Reykjahlíðar og Hlíðarfjalls og jökulgarðar milli Breiðumýrar og
Lauga í Reykjadal. Ég leiddi einnig nokkur rök að því, að nákuðungs-
kambarnir við Húnaflóa væru, eins og G. G. B. hafði fyrst gizkað á,
jafngamlir Tapeslögunum í Skandinaviu, en væru þó ekki myndaðir
við landsig, heldur við „eustatíska" hækkun hafsins vegna mikillar
rýrnunar jökla, en skandinavískir jarðfræðingar hafa fært á það sönn-
ur, að hæstu Tapesmörkin í Noregi og samsvarandi mörk í Danmörku
og Svíþjóð, sem kennd er við kuðunginn Littorina littorea, eru frá
hlýjasta skeiðinu síðan meginjökla leysti, um 2500 f. Kr.
Er ég skrifaði áðurnefnda ritgerð, hafði ég ekki haft tækifæri til að
skoða nákuðungslögin við Húnaflóa og afstöðu þeirra til öskulaga.
Þetta tækifæri gafst mér sumarið 1952, er ég skrapp með Dr. Finni
Guðmundssyni norður á æskustöðvar hans í Hrútafirði og athugaði
hið klassíska snið G. G. B. við Bæjará niður af Bæ. Mynd 2 sýnir
þverskurð af nákuðungskambinum rétt sunnan við Bæjarána, og er
þverskurðurinn lauslega mældur, en sjálft jarðvegssniðið innan við
12