Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 82
188
NÁTTORUFRÆÐINGURINN
síður var skriðuhlaup þama svo torskiljanlegt, að vart þótti einleikið,
og einmitt þess vegna var fjölkynngi Loðmundar gamla tekin til
hjálpar, svo að skriðuhlaupið yrði betur skiljanlegt.
Ljósgrýtisurðir þær, sem nefndar eru Loðmundarskriður eða Stakka-
hlíðarhraun, liggja í norðurhlíðum Loðmundarfjarðar. Að norðan
byrja þær i Seljamýrarfjalli framan við opið á Skúmhattardal, en svo
nefnist botn mikill eða hvilft inn í fjöllin milli Loðmundarfjarðar
og Borgarfjarðar undan Skúmhetti. Þá liggur urðarbeltið um Hraun-
dal þveran og yfir hálsinn milli Hraundals og fjarðarins. Þar dreifast
skriðurnar austur á bóginn sunnan Hraunár. Er þar mikið landsvæði
þakið urð, klæddri birkikjarri og sæmilega greiðfærri. Meginskriðan,
stórgrýtt mjög og ógreiðfær, liggur niður brekkurnar austan við túnið
i Stakkahlíð, og í framhaldi hennar liggur hólaþyrping um þveran
fjörð upp að brekku hinum megin.
Grjótið í hólunum er það sama og í skriðunum, aðallega líparit,
lítilsháttar blandað perlusteini, biksteini og blágrýti. Vesturjaðar
skriðunnar framan í brekkunni er ekki eins stórgrýttur og miðbikið
eða eystri hlutinn. Á honum liggur hluti af túninu í Stakkahlíð, og
þar stendur bærinn.
Fjöllin umhverfis Skúmhattardal eru um það bil 800 m á hæð yfir
sjó, en fjarlægðin þaðan til urðarhólanna sunnan fjarðarins er 6—7
km. Það er því sízt að furða, þótt forfeður okkar teldu, að mikillar
fjölkynngi hefði þurft með, til þess að láta skriðu falla svo langa leið
úr ekki hærri fjöllum.
Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um norðanverða Austfirði sumarið
1894 og kom þá í Loðmundarfjörð. Mun hann hafa komið i fjörðinn
fyrstur náttúrufræðinga. Honum varð þegar ljóst, að Loðmundar-
skriður og hólarnir í firðinum hefðu ekki orðið til í einu skriðu-
hlaupi. Var hann helzt þeiirar skoðunar, að hér væri um að ræða
sjaldgæfa tegund líparíthrauna, og hélt fram þeirri skoðun í vísinda-
ritgerðum, bæði á enska tungu (1899) og þýzka (1905—’06). 1 ferða-
bók sinni (bd. III, Kbh. 1914, bls. 293—4) kemst hann svo að orði
um Loðmundarskriður:
„Það hefur verið ætlun manna, að urðir þessar væri ógurleg skriða,
sem runnið hefði úr fjallinu, eða hlaup, en þó hinn mesti jarðskjálfti
hefði rifið sundur fjallið, hefðu slík ódæmi af grjóti ekki getað hlaupið
svo langa leið, nema þyngdarlögmálið hefði raskast . . . Líklega eru
urðir þessar, að nokkru leyti að minnsta kosti, líparíthraun; að svo
stöddu er ekki hægt að segja það með fullri vissu; til þess þarf