Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 82

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 82
188 NÁTTORUFRÆÐINGURINN síður var skriðuhlaup þama svo torskiljanlegt, að vart þótti einleikið, og einmitt þess vegna var fjölkynngi Loðmundar gamla tekin til hjálpar, svo að skriðuhlaupið yrði betur skiljanlegt. Ljósgrýtisurðir þær, sem nefndar eru Loðmundarskriður eða Stakka- hlíðarhraun, liggja í norðurhlíðum Loðmundarfjarðar. Að norðan byrja þær i Seljamýrarfjalli framan við opið á Skúmhattardal, en svo nefnist botn mikill eða hvilft inn í fjöllin milli Loðmundarfjarðar og Borgarfjarðar undan Skúmhetti. Þá liggur urðarbeltið um Hraun- dal þveran og yfir hálsinn milli Hraundals og fjarðarins. Þar dreifast skriðurnar austur á bóginn sunnan Hraunár. Er þar mikið landsvæði þakið urð, klæddri birkikjarri og sæmilega greiðfærri. Meginskriðan, stórgrýtt mjög og ógreiðfær, liggur niður brekkurnar austan við túnið i Stakkahlíð, og í framhaldi hennar liggur hólaþyrping um þveran fjörð upp að brekku hinum megin. Grjótið í hólunum er það sama og í skriðunum, aðallega líparit, lítilsháttar blandað perlusteini, biksteini og blágrýti. Vesturjaðar skriðunnar framan í brekkunni er ekki eins stórgrýttur og miðbikið eða eystri hlutinn. Á honum liggur hluti af túninu í Stakkahlíð, og þar stendur bærinn. Fjöllin umhverfis Skúmhattardal eru um það bil 800 m á hæð yfir sjó, en fjarlægðin þaðan til urðarhólanna sunnan fjarðarins er 6—7 km. Það er því sízt að furða, þótt forfeður okkar teldu, að mikillar fjölkynngi hefði þurft með, til þess að láta skriðu falla svo langa leið úr ekki hærri fjöllum. Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um norðanverða Austfirði sumarið 1894 og kom þá í Loðmundarfjörð. Mun hann hafa komið i fjörðinn fyrstur náttúrufræðinga. Honum varð þegar ljóst, að Loðmundar- skriður og hólarnir í firðinum hefðu ekki orðið til í einu skriðu- hlaupi. Var hann helzt þeiirar skoðunar, að hér væri um að ræða sjaldgæfa tegund líparíthrauna, og hélt fram þeirri skoðun í vísinda- ritgerðum, bæði á enska tungu (1899) og þýzka (1905—’06). 1 ferða- bók sinni (bd. III, Kbh. 1914, bls. 293—4) kemst hann svo að orði um Loðmundarskriður: „Það hefur verið ætlun manna, að urðir þessar væri ógurleg skriða, sem runnið hefði úr fjallinu, eða hlaup, en þó hinn mesti jarðskjálfti hefði rifið sundur fjallið, hefðu slík ódæmi af grjóti ekki getað hlaupið svo langa leið, nema þyngdarlögmálið hefði raskast . . . Líklega eru urðir þessar, að nokkru leyti að minnsta kosti, líparíthraun; að svo stöddu er ekki hægt að segja það með fullri vissu; til þess þarf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.