Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 87
LOÐMUNDARSKRIÐUR
193
þátt í sköpun þeirra, að minnsta kosti í Bríkunum og framan í
brekkunum neðan við þær. Björgin þarna í skriðunum eru að heita
má öll úr sömu bergtegundinni, „sferólítísku“ liparíti. Berg þetta er
hvorki smásprungið né stuðlað eins og blágrýti, en aftur á móti
ekki mjög sterkt og mundi því fljótlega malast sundur og smækka
við flutning með skriðjökli. Hawkes fann sams konar berg í Skúm-
hetti, en að svo stöddu verður ekki sagt með fullri vissu, að fast
berg, að undanteknum blágrýtisgöngunum, hafi fundizt í skriðunum.
Meðan svo er statt, er varasamt að fullyrða til eða frá um uppruna
Loðmundarskriðna. Þess vegna getum við ennþá tekið undir með
Þorvaldi Thoroddsen og sagt: „Margt mælir með, en sumt á móti.“
SUMMARY:
The boulder assemblage Lodmundarskridur is described shortly and account
is given on former interpretations of its origin. The presence of rests of basaltic
dykes among the boulders on the ridge between Hraundalur and Bardastada-
dalur, all trending N25°E c., which is the normal trend of basaltic dykes in the
area, excludes the effusive orgin of the Lodmundarskridur suggested by Thor-
oddsen, and makes questionable its origin as merely a result of landslides on
a glacier as forwarded by Hawkes. The possibility of a local moraine similar to
some „storblocking11 moraines in Sweden is discussed.
Það er einkennilegt að sjá, hve miklar bygðir hafa eyðst þvínær um alt ísland
í röndum hálendisins siðan i fornöld, mjög viða eru eyðibæir og fornar rústir bæði
í afskekktum afdölum og uppi á afréttum. Almenningur kennir vanalega Svarta-
dauða um eyðing þessara bygða og má vera að bygð hafi þá sumstaðar lagst niður,
sem eigi var tekin upp aftur, en þegar nánar er að gáð, sést að bæirnir hafa eyðst
á ýmsum timum. Flestallir þessir eyðibæir hafa verið smékot og harðindabýli, sem
menn hafa orðið að flýja frá í hallærum og óárum, bygðust svo sum kotin aftur,
sum ekki. Þetta sést enn i fjallabygðum, kotin eru stöðugt að koma og hverfa.
Þó hefir bygðin efalaust í fornöld viða náð lengra upp i landið, enda var sá fólks-
fjöldi, sem þá lifði á landbúnaði miklu meiri en nú, liklega hafa menn þá verið
fult eins duglegir að bjarga sér og kröfurnar til lífsins voru margfalt minni, menn
tóku alt hjá sjálfum sér, sóttu fátt til útlanda, munaðarfýsn og Ameríkusótt voru
þá ókunnir sjúkdómar.
Þorv. Thoroddsen: Ferðabók I, bls. 45—46.
13