Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 92
Jón Eyþórsson:
Dýpi Hvítárvatns
I Lýsingu íslands, I. b, 364. bls., segir Þorvaldur Thoroddsen svo
um dýpt Hvítárvatns: „Norðurhluti vatnsins kvað vera dýpri en
suðurhlutinn, 5—6 faðma djúpur. Jöklar og ár bera mikið af aur
í vatnið, svo það grynnist“. — 1 FerSabók sinni hefur Thoroddsen
það eftir Sigurði Pálssyni í Haukadal, að norðurhluti vatnsins sé
dýpri, en í suðurhlutanum sé 5—6 faðma dýpi.
Sumarið 1940 gerði ég tilraun til þess að kanna dýpi Hvítárvatns,
einkum norðan til. Vegna jökulhamra þeirra, er þá gengu fram í
vatnið báðum megin Skriðufells, áleit ég, að vatnið hlyti að vera
miklu dýpra en almennt var ætlað. — Til mælinganna hafði ég góðan
bát, sem geymdur var í bátaskýli Ferðafélagsins við Tjarnárós, 800
gr blýlóð og 64 m snúru, granna (laxafæri).
Mælingum var hagað þannig:
1. Snið frá Tjarnárósi að syðra horni Fremrijökuls. Mesta dýpi
13.5 m um 500 m frá ósnum. Síðan 10—12 m upp undir fjöru að
vestan. Sunnan við þetta snið gerði ég engar mælingar. — Við suður-
jaðar jökulsins voru um 300 m breiðar jaðaröldur, mjög nýlegar, og
féll allmikil og straumþung á milli þeirra og jökulsins í Hvítár-
vatn.
2. Snið frá Tjarnárósi á norðurhorn Fremrijökuls. Stefna báta-
skýli í Klakk. Vegalengd yfir vatnið 3500 m samkv. uppdrætti. Milli
mælingastaða var róið 5 mín. og síðan andæft, meðan mælt var.
Mælingastaðir urðu 12 og fjarlægð milli þeirra 300 m að meðaltali.
Mesta dýpi reyndist 48 m, norðanhallt við miðjan jökul, um 600 m
frá landi. En um 200 m undan miðjum jökulhömrunum reyndist dýpi
28.5 m.
Jökulhomið hefur til skamms tíma náð 250 m lengra inn með
fellinu. Er þar nú mjó eyri við vatnið, en jökulruðningur í hliðinni