Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 47
DÚDÚFUGLINN 189 hægt að taka hann með höndunum. Sums staðar er þess getið í hinum gömlu ferðapistlum, að hann hafi lifað á aldinum, og get- ur það satt verið; en á hinn bóginn bendir hið stóra ránfuglsnef ekki til þess, að slík hafi fæða hans verið einvörðungu. Lestrange, sá er nefndur var hér að framan, getur þess, að mikið af smásteinum hafi verið haft í herbergi því í Lundúnum, sem dúdúfuglinn var geymdur í, og hafi umsjónarmaðurinn sagt sér, að fuglinn æti mikið af þeim steinum. Mætti geta þess til, að fuglinn hafi verið svo heimskur að álíta, að liér væri um liörð hnotaldin að ræða, og að hann hafi að einliverju leyti lifað á þeim í heima- landinu. Rödd dúdúfuglsins er talin hafa verið lík og í gæsarunga, og væri tekið í annan fót fuglsins, gargaði hann hátt, og komu þá hinir fuglarnir hlaupandi. Var þetta bragð notað til að veiða fuglana á auðveldan liátt. Annars er það skoðun A. C. Oude- manns sagnritara, að rödd dúdúfuglsins hafi verið lík og í dúfu, og dodo eða dúdú-heitið sé til orðið vegna ú-hljóðsins í röddinni. Sagnritarinn Cauche segir, að fuglinn verpi í skóglendi; eggið sé hvítt að lit og á stærð við pelíkansegg. I heimildum um dúdúfuglinn er mönnum mjög tíðrætt um það, hve kjötið af honum sé slæmt til átu, að bringuvöðvunum undanskildum. Mætti því ætla, að menn hefðu drepið fuglinn fremur til gamans en til manneldis, eftir að mönnum varð Ijóst, hve mikið seigildi kjöt hans var. Aragrúi af nöfnum hefur festst við þenna merkilega fugl, sum- ir segja 80. Algengasta nafnið er dodo, sem borið er fram dúdú, og er það upphaflega komið frá Portúgölum. Hafa Frakkar og Bretar mest notað það heiti. Hollendingar bættu stundum við það orðinu ars, vegna þess hve afturhluti fuglsins var mikil fyrirferð- ar, og hét fuglinn þá hjá þeim dúdúars. Hollenzkir sjómenn, Þjóð- verjar og Danir nefndu hann Dronte. Það orð er komið af dönsku sögninni at drunte, sem þýðir að drattast áfram. Er sennilegt, að danskir sjómenn liafi skírt fuglinn þessu nafni, því að á fyrri hluta 17. aldar voru dönsk skip í siglingum til eyjarinnar Mauri- tius. Upphaflega nefndi Linné dúdúfuglinn Didus ineptus, en það þýðir liinn lati dúdú. Vísindanafni fuglsins var síðar tvívegis breytt. Nú er vísindanafn hans Raphus cucullatus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.