Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 101
<
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95
koltvísýringur — koldíoxíð
þrúgusykur — glúkósa
eggjahvítuefni — prótein
mótefnavaki — antigen
innralag, ytralag — útlag, innlag
gerhvati — gerjungur.
Orðið fruma kemur að vonum alloft fyrir, einkum í samnefndri
bók. Það er í höndum dr. Sturlu Friðrikssonar frumna í eignarfalli
fleirtölu, en fruma Iijá þeim Koika og Guðjóni Jóhannessyni.
Ekki vil ég gera upp á milli þýðenda varðandi val fræðiorða,
en þar hefur þýðendum beggja bókanna oftast vel tekizt, en sam-
ræmið hefði sem sagt mátt vera betra.
Nokkur lýti eru að prentvillum, en prófarkir virðast liafa verið
raunalega sniðgengnar. Samt er áðurnefndur skortur samræmis í
orðavali að mínu viti stærsti gallinn á ritsafninu, það sem af er.
Óþarflega oft eru líka ný orð upp tekin um hugtök, sem unnið
hafa sér hefð meðal skólafólks undir öðrum nöfnum. Til skamms
tíma liétu alrium og ventriculum í hjarta framhólf eða forhólf og
afturhólf. I nýjustu kennslubókum barna- og unglingaskóla eru
tekin upp nöfnin gátt og hvolf, sem líklega er framför. En ég sé
enga bót að nöfnunum höll og slegill, sem notuð eru í Mannslik-
amanum. Sömuleiðis finnst mér, að hlutverki mitochondria sé bet-
ur lýst með orðinu hvalberi, sem dr. Sigurður Pétursson notar í
Liffrœði sinni, en með festarkorn, sem notað er í Frumunni.
Talað er um neikvœðar kalíum-fareindir í sambandi við flutn-
ing taugaboðs (Mannslikaminn, myndskýring á bls. 145), þar sem
vitanlega á að standa jákvceðar. Gæti verið prentvilla.
Á bls. 85 í Mannslikarnanum er þágufalli beitt á ótilhlýðilegan
hátt: „ . . . aðgerðir, sem Harvey og arftökum hans hefði aldrei
dreymt um að nálgazt gætu möguleika."
í Frumunni er minnzt á deoxyri bonucle/c-sýru, en lýsingarorð-
sendingin -ic leitar nú í íslenzku úr pennum manna, sem hlotið
hafa menntun rneðal enskumælandi þjóða (ásamt endingunni -ian).
Á skandinavísku og þýzku heitir þessi sýra deoxyribontikleinsýra,
sem fer skár í íslenzku, enda notuð til þessa (og í Mannslíkamanum).
En þess er varla að vænta, að nokkur þýðing sé fullkomin. í