Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
143
þykkari og þéttari sem jarðlögin eru, sem vatnið seitlar í gegnum,
því betur síast það. Fíngerður sandur og mold síar vel, gróiur jarð-
vegur, eins og möl og urðir, sía illa. Holótt og sprungin jarðlög,
eins og víða er í hraunum sía lítið eða ekkert. Þar getur vatnið oft
streymt hindrunarlaust í gegn og hreinsast lítið, þó að það renni
langar leiðir. í grennd við sorpleiðslur og hauga verður jarðvatnið
meira og minna mengað gerlum. Hversu langt sú smitun berst með
jarðvatninu, fer eftir síunarhæfni jarðlaganna.
Jarðvatn, sem náð hefur að síast vel í jarðlögunum, getur orðið
nær gerlalaust. Það er slíkt vatn, sem fæst úr uppsprettum, sem
koma djúpt úr jörðu, og það er þetta vatn, sem fæst úr djúpum
brunnum og djúpum borholum.
Sjór er mjög misjafnlega gerlaríkur. í útliöfunum er gerlafjöld-
inn víðast hvar lágur, en nær landi er hann hærri, mestur þar sem
gætir frárennslis frá bæjum eða iðjuverum.
Það er augljóst af því, sem hér liefur verið sagt, að rotnunargerlar
þeir, sem oft finnast í vatni, eru komnir úr jarðveginum, eða frá
úrgangsefnum manna eða dýra. Með vatninu geta þessir rotnunar-
gerlar borizt í matvælin, og séu skilyrðin þar góð, fjölgar gerlunum
óðfluga og matvælin spillast. En það eru ekki aðeins rotnunargerlar,
sem berast eftir þessari leið, og það eru ekki aðeins rotnunargerlarnir,
sem varast þarf í vatninu. Þar geta verið aðrar tegundir gerla, teg-
undir, sem ekki orsaka rotnun i matvælum, heldur valda sjúkdómum
í mönnum eða dýrum. Þess háttar gerla nefnum við sýkla.
Af þeim mikla fjölda gerla, sem við þekkjum, eru það aðeins
fáar tegundir, er orsakað geta sjúkdóma á öðrum lífverum, þ. e.
fæstir gerlanna eru sýklar. Sjúkdómar af völdum sýkla eru flestir
næmir, þ. e. þeir berast frá einum einstaklingi til annars, frá manni
til manns, frá dýri til dýrs, eða frá dýri til manns. Leiðirnar, sem
sýklarnir berast eftir, eru margvíslegar og tiltölulega fáir sýklar
berast með vatni.
Sýklar eru mjög misjafnlega lífseigir og fáar tegundir geta haldið
lífi í langan tíma í vatninu. Er það aðallega einn flokkur sýkla, sem
þarna kemur til greina, en það eru iðrasýklarnir. Draga þeir nafn af
aðalheimkynnum sínum, en það eru iður eða þarmar manna og
blóðheitra dýra. Af þessum flokki er hinn illræmdi taugaveikisýkill,
Eberthella typhosa (eða Salmonella typhosa), ennfremur svokallaður
taugaveikibróðir, Salmonella paratyphi, og heill hópur svonefndra