Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 7
N ÁT T Ú R U F R /L?. ÐIN G U R1N N
131
Líklegt verður að telja, að Jón hafi frétt til Hafnar um hin nýju
vísindi í Noregi. Nokkuð er víst, hann yfirgaf háskólann þar og
hélt til Noregs árið 1919 til náms í Osló, og þaðan lauk hann cand.
mag. prófi 1923. En jafnframt hóf hann nám og starf í Bergen í
ágúst 1921, og fór til fullra starfa þar að námi loknu. Hann fór
fljótlega að gera veðurspár. Framámenn veðurstofunnar voru for-
stöðumaðurinn Jack Bjerknes, sonur Vilhelms, og Svíinn Tor
Bergerson. Þeir voru báðir orðnir vel þekktir menn erlendis, og
þurftu því oft að skreppa frá daglegum störfum í Bergen til fyrir-
lestrahalds út um allar jarðir. Þá kom það oft á yngstu veðurfræð-
inga stofnunarinnar, Jón Eyþórsson og Einn Spinnangr, að sjá um
hinar daglegu veðurspár. Og þess verður að minnast, að þegar þetta
var komu varla nokkrar veðurfregnir nema með ritsímaskeytum frá
landstöðvum, en sendill skauzt með þau frá ritsímastöðinni til
veðurstofunnar. Veðurskeyti frá skipum voru fágæt, og loftskeyta-
sendingar á byrjunarstigi.
En veðurspárnar urðu ekki hið eina starf Jóns, forráðamenn
stofnunarinnar munu fljótt hafa fundið, að honum hentuðu ekki
innistörfin eingöngu, jafnvel þótt um áhugamál væri að ræða. Veð-
urfræðingum var þá þegar ljóst, að háloftaathuganir væru mikils
virði. En það var ekki greitt um að gera þær — ljarskiptatæknin,
sem nú er notuð við þær, var þá varla fundin upp ennþá. Að vísu
var reynt að senda örlítil síritandi mælitæki með loftbelgjum upp
í háloftin. En alveg var undir hælinn lagt, hvort þau fyndust nokk-
urn tíma, og jafnvel Joótt svo færi, gátu liðið margir dagar áður en
veðurfræðingur fengi þau í hendur. Þá voru upplýsingarnar ekki
lengur nothæfar til að gera veðurspár, þótt enn mætti nota þær til
rannsókna.
Eitt ráð var þó tiltækt til úrbóta. Það var að reisa veðurstöðvar
á háum fjallatindum, Joví hærri og brattari, sem þeir voru, því betra.
Gnægð er slíkra fjalla í Noregi, og brautryðjendunum í Bergen
var mikið í mun að koma upp fjallastöð rannsóknum sínum til
stuðnings. Og stöðina var líka hægt að setja þannig, að hennar væri
rnikil not við rannsóknir á hájöklum í grenndinni. Margs þurfti að
gæta og ýmsar undirbúningsathuganir þurfti að gera, áður en stað-
urinn var valinn.
Þennan starfa fól Bjerknes Jóni Eyþórssyni. Varla hefir þar til-
viljun ráðið, líklegra er, að ötulleiki hans til að skipuleggja leið-