Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 11
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
135
ur, smiðir og kennarar. Eitt er þeim öllum sameiginlegt, áhuginn
á íslenzkum jöklum.
Svipmót félagsritsins, Jökuls, ber nokkurn keim af þessum
skemmtilega félagsanda. í einni opnunni getur að líta hálærða vís-
indagrein fulla af stærðfræðilíkingum. En í þeirri riæstu kann að
vera skemmtileg frásögn um jöklaferð, dagbókarbrot eða biéf frá
bændum, sem mælt hafa skriðjökulsporða fyrir Jón. Hann var
ritstjórinn, og þannig vildi hann hafa ritið, og þannig stjórnaði
hann félagsstarfinu, hinn létti, glaðlegi félagsandi einkenndi allt
starfið, hvort sem það var vísindarannsókn eða eldamennska í
þröngu sæluhúsi.
Náskyld jöklavísindunum eru tvö önnur rannsóknarefni, er Jón
lét til sín taka, loftlagsbreytingar og hafískomur. Af þessum þrem-
ur greinum er þó veðurfarsfræðin undirstöðuatriðið — veðurfars-
sveiflur valda breytingum bæði á jöklum og hafískomum. Jón samdi
nokkrar ritgerðir um loftlagssveiflur. Þær eru ekki fyrirferðarmikl-
ar, en mikil vinna hefir verið í þær lögð, því að sá einn veit, sem
reynt liefir, hve mikil reikningsvinna getur legið i einni smátöflu
ylir hitameðaltöl eða línuriti um loftlagsbreytingar, og hvílíkri ná-
kvæmni þarf að beita, til að villur slæðist ekki með. Efni þeirra
var einnig yfirgripsmikið, í þeim var bent á veðurfarsbreytingar
síðustu áratuga, reiknað út, Iive miklar þær væru og rætt um áhrif
þeirra og afleiðingar.
Starf Jóns að hafísrannsóknum var engu þýðiugarminna. Veður-
stofan safnaði hafísfregnum og birti þær, þegar hafísinn barst á
næstu fiskimið, eða sást frá athugunarstöðvum. En árabil gátu liðið
án þess íssins yrði vart við landið. Fæstir höfðu þá mikinn áhuga
fyrir honum, og munu hafa fagnað Jrví, að þjóðin skyldi vera laus
við þennan gamla vágest. En Jóni var vel ljóst, að vitneskjan um
ísinn gat verið mikilvæg, Jrótt hann kæmi ekki nær landinu en
rétt yfir mitt Grænlandssund — á því gat orðið breyting fyrr en
nokkurn varði, þá þurfti að vita, hvernig hana bæri að. Á stríðs-
árunum síðari varð óhægt um vik að safna athugunum, og bið varð
;í, að starfsemin hæfist aftur að þeim loknum. Þreyta stríðsáranna
var enn yfir aljrjóðasamtökum, sem þetta verk liafði verið falið, og
hér á landi höfðu fáir áhuga á hafísnum, hann var frekar mein-
lítill um þær mundir.
Þá var það, að Jón gekkst fyrir endurbótum í þessu máli, og