Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 15
NÁ'I TÚRUFRÆÐINGURINN
139
Sigurður Þórarinsson:
Ignimbrít í Þórsmörk
Menjar gjóskuhlaups finnast i Mörkinni
í ítarlegri ritgerð í 37. árgangi Náttúrufræðingsins hefur Guð
mundur Kjartansson, jarðfræðingur, lýst því mikla hlaupi, Steins-
holtshlaupi, frá 15. janúar 1967, og menjum þess, er blasa að
nokkru við hverjum þeim, er leið á um Krossáraura inn í Þórs-
mörk eða Goðaland. Því greinarkorni, sem hér fer á eltir, er ætlað
að vekja athygli Þórsmerkurfara á annars konar hlaupi, meira miklu
og ægilegra, sem ætt hefur yfir Þórsmörk löngu fyrr en maður leit
þar rnoldu, og hefur skilið eftir sig menjar, sem næsta fróðlegt er
að skoða. Þær blasa víða við í Þórsmörk, og raunar utan hennar
líka, en þótt merkilegt megi virðast, hafði enginn áttað sig á þeim
fyrir sumarið 1961, og er þær þó m. a. að linna um steinsnar frá
fjölsóttasta ferðamannaskála landsins, Skagfjörðsskála í Langadal.
Vart hefur það þó farið fram hjá öllum vegfarendum, sem áður
höfðu átt leið inn Krossáraurana, að neðst í brekkunum norðan
Krossár, vestur af Valahnúk og allt vestur í vesturodda Merkurinn-
ar, sést hér og þar ljóslitað lag, er sker sig úr brúnu móberginu.
Ber mest á því þar sem nú nefnast Tröllabúðir (sjá litmyndina),
nokkuð vestur af Valahnúk, og þar veitti ég þessu lagi fyrst eltir-
tekt, er ég skrapp inn í Þórsmörk fyrir um 15 árum. Ég gaf þessu
þó ekki nánari gætur fyrr en sumarið 1961. Það sumar hugðist ég
taka mér sumarfrí í eina viku, hið fyrsta eltir lieimkomu mína 1945,
og dvelja með konu minni og kunningjafólki okkar eina viku í
sælureitnum Þórsmcirk og hafast þar ekki annað að en hvílast og
lepja sól. En þegar á öðrum degi rak forvitnin mig til þess að fara
og kanna, hvers konar lag það eiginlega væri, þetta ljósa lag vestur
af Valahnúknum. Ég brá mér því vestur að Tröllabúðum, en jrar
myndar dökkbrún túffþekja ofan á ljósa laginu til að sjá eins og
tvær bæjarburstir í gömlum stíl (litmyndin).
Það kom í ljós við nánari athugun, að þetta ljósa lag var sam-