Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 18
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Gjóskuhlaup frá Mt. Lamington 24. febrúar 1951. — Tephra floui
descending the NW flank of Mt. Lamington, February 24, 1951. (Úr G. A.
Taylor 1958).
sem ekki sést á þessari mynd er, að þetta gjóskuhlaðna ský, sem æðir
niður hlíðar eldfjallins, allt á sjó út, þyrlast upp frá gjóskuhlaupi,
sem er þéttara miklu en skýið og fer því með jörðu. Stundum
kemst hlaupið nokkuð fram úr skýinu.
í gosi úr eldfjallinu Lamington 1951, sem brátt verður getið,
náðist mynd af einu af hlaupunum (2. mynd).
Glóðarroðinn, sem stundum sést í brímaskýjum og er að nokkru
tilefni heitisins, sem Lacroix valdi þeim, er aðeins endurskin frá
hlaupinu undir. Hraði slíkra hlaupa er nokkuð breytilegur. í Pelée
hlaupinu 1902 mældist hann um 27 m/sek., í gjóskuhlaupi frá
Mount Lamington á austurhluta Nýju Guineu hinn 21. janúar
1951, sem drap um 3000 manns, var hraðinn 45 m/sek. Hitinn, sem
þarf að vera í þessum hlaupum til þess að gjóskan sambræðist, fer að
talsverðu leyti eftir efnasamsetningu og vatnsinnihaldi gjóskunnar,
svo og eftir þrýstingi, þ. e. a. s. farginu sem liggur á þeim lögum,
er sambræðast, en talið er, að sambræðsla geti hafizt þegar hitinn