Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 26
148
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
30 ignimbrítlög á Austfjörðum. Mest að flatarmáli, samkvæmt þess-
um rannsóknum (Walker 1962), er Skessutúffið inn af Fáskrúðsfirði
og Reyðarfirði (4. mynd), sem þekur um 430 km2, en mesta þykkt
þess er aðeins 13 m og rúmmál áætlað 4 km3. Mest að rúmmáli,
5 km3, telur Walker (1966) lag, sem kemur fram í Hofsdal, Geit-
hellnadal og víðar, en rúmmál Berufjarðarlagsins, sem Tómas og
White höfðu lýst, áætlar hann 0.5 km3. Ekki hef ég séð neina ágizk-
un um rúmmál ignimbrítsins í Loðmundarfirði.
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hefur fundið fallegt flikru-
berg, gulbrúnt að lit, innst í Borgarlirði, og geta þeir, sem áhuga
hafa á, séð slípað sýni bæði af því og af grænu Berufjarðarignimbríti
í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar íslands. Austfjarðaignimbrítið
mun allt tertíert, en hið Borgfirzka mun vera árkvartert.
Ekki hefur myndazt ignimbrít í neinu gosi hérlendis, svo vitað
sé með vissu, eftir að landið byggðist, en eitt ignimbrítlag er svo
ungt, að það jaðrar við að vera frá sögulegum tíma og gæti hugsan-
lega verið það, en nánari öskulagarannsóknir þarf til að skera úr
þessu með vissu. Þetta lag er að finna á L,andmannalaugasvæðinu,
ofan á hrauni, sem kemur fram undan vesturjaðri Námshrauns ofar-
lega, og er töluvert eldra en það, en Námshraun er nær örugglega
myndað eftir landnám (Sig. Þórarinsson 1968, bls. 172). Lag þetta
er allt að 2 m þykkt, grágræn sambreyskja vikurmola og ösku og
hvergi sambrætt. Það litla gjóskuhlaup, sem hefur myndað þetta
lag, á upptök sín þarna við rætur Suðurnámshamarsins (5. mynd),
en þetta hefur ekki verið kannað nánar.
Ignimbrít í Þórsmörli.
Er þá aftur komið að því, sem er aðaltilefni þessa greinarkorns,
ignimbrítinu í Þórsmörk, sem er eina ignimbrítið í landinu sem
vitað er um frá síðjökultíma, nema áðurnefnt basískt berg í Dyngju-
fjöllum ytri geti talizt ignimbrít. Útlireiðsla þess og þykkt er langt
frá því að vera könnuð sem skyldi, en þó kannaði ég þetta nokkuð
í Mörkinni „sæluvikuna", sem áður er um getið, og hef nokkrum
sinnum síðar átt þess kost að bæta nokkuð um þær athuganir.
6. mynd. Kort, er sýnir þekkta útbreiðslu Þórsmerkurignimbrítsins og opnur
þess. Opnur innan sviga eru ekki örugglega opnur ignimbríts. — Map showing
the oulcrops of the Thórsmörk ignimbrite and its extension as known at
presenl. Outcrops within brackets are not quite certain.