Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 41
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
159
Varðandi fyrri fundi verður aðeins í nokkrum tilvikum vísað til
heimilda, þar eð annað tæki upp of mikið rúm í þessu riti, og bið
ég hlutaðeigandi velvirðingar á þeirri sparsemi.
FUNDARSTAÐIR BYRKNINGA OG BLÓMPLANTNA
(Fundorte von Pteridophyten und Spermatophyten)
1. Dryopleris linnaeana C. Chr.: Þrílaufungur.
Frá Austurlandi hef ég séð tegundar þessarar getið frá Reyðar-
firði, Seyðisfirði og Norðfirði, og á Norð-Austurlandi frá Böðvars-
dal í Vopnafirði. Þrílaufung hef ég til viðbótar fundið á eftirtöld-
um stöðum: í Álftafirði, Hofsdal, S.-Múl., í birkikjarri innan við
Stórafoss, 1966. Breiðdal, S.-Mtil., Brunnlækjargili, 75 m hæð, 1966.
Loðmundarfirði, N.-Múl., Úlfsstöðum, í 150 m hæð upp af eyði-
býlinu. Húsavík, N.-Múl., allvíða, 1967. Breiðuvík, N.-Múl., í brekk-
um suður af Litluvík, 1968. Gunnólfsvík, N.-Múl., í blómstóði í
200 m hæð, 1968. Þistilfirði, N.-Þing., norðan í Flautafelli, 100 m
hæð, 1968.
2. Athyrium alpestre (Hoppe) Ryl.: Þúsundblaðarós.
Þúsundblaðarós er í Flóru ísl. getið frá Loðmundarfirði, Húsa-
vík, N.-Múl. (var. americana Butt.), og frá einum stað í Borgarfirði
eystra. Tegund þessa hef ég fundið á þessum sömu slóðum og víðar,
sem hér segir:
Húsavík, N.-Múl., aðaltegundin, á tveimur stöðum norðan meg-
in í 250—300 m hæð, 1967. Borgarfirði, N.-Múl., á Afrétt við Kross-
mela, 250 m hæð, 1968. Víknaheiði milli Borgarfjarðar og Breiðu-
víkur, N.-Múl., á bökkum Minna-Gæsavátns, 220 m hæð, 1968.
Breiðuvík, N.-Múl., í Moldarbotnum, 200 m hæð, 1968. Þessir
fundarstaðir liggja aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð hver frá
öðrum, og einnig er skammt í vaxtarstað sömu tegundar í Hraun-
dal í Loðmundarfirði, þar sem ég sá hana í 290 m hæð. Er Jrá ótal-
inn fundarstaður, sem liggur utan Jtessa svæðis, en Jtað er Jökuls-
árhlíð, N.-Múl., Landsendi, 1967. Þar vex þúsundblaðarósin í snjó-
dæld niðri við jafnsléttu.