Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 42
160
NÁT'J'Ú R.U FRÆÐIN GURINN
3. Equisetum hiemale L.: Eski.
Eski vex óvíða á Austurlandi. í Norðfirði fann ég það í Bagals-
botnum í um 500 m hæð, 1966. Áður var eski fundið í Loðmundar-
firði, þar sem það vex víða.
4. Equisetum trachyodon A. Br.: Eskibróðir.
Tegund þessi eða bastarður er talin sjaldgæf hérlendis. Sumarið
1968 fann ég hana í Loðmundarfirði, N.-Múl., Stakkahlíðarhrauni,
200 m hæð.
5. Lycopodium alpinum L.: Litunarjafni.
Tegund þessi er nú fundin allvíða á Austurlandi, m. a. getur Ing-
ólfur Davíðsson hennar frá Borgarfirði (1941) og Loðmundarfirði
(1954). Samkvæmt eigin athugunum er litunarjafninn algengur í
Loðmundarfirði og vex víða í Húsavík, N.-Múl. í Borgarfirði, N.-
Múl., fann ég hann á þessum stöðum: Krossmelar, 270 m liæð,
1968, og Jökulsá, 300 m hæð, 1968.
Frá Norð-Austurlandi getur Steindór Steindórsson (1941 og 1962)
litunarjafna frá þremur stöðum, einum á Vopnafjarðarströnd og
tveimur á Melrakkasléttu. Til viðbótar hef ég fundið hann í Þistil-
firði, N.-Þing., austan í Flautafelli í 280 m hæð, 1968.
6. Isoetes echinospora Dur.: Álftalaukur.
Áður er hans getið frá fjórum stöðum á Austurlandi. Nýr fundar-
staður er Víknaheiði, N.-Múl., Minna-Gæsavatn, 220 m hæð, 1968.
Plantan vex þarna í leirefju á 40—50 cm dýpi.
7. Larix sibirica Led.: Síberíulerki.
Þann 10. september 1967 rakst ég á tvær lerkiplöntur vaxnar
upp af fræi rétt utan við Guttormslund í Hallormsstaðaskógi. Uxu
plönturnar þarna í mjög grunnum jarðvegi á mel og voru um 10
cm á hæð. Að sögn skógarvarðarins, Sigurðar Blöndal, liöfðu enskir
ferðamenn fundið sjálfsánar lerkiplöntur við lundinn sumarið áður.
Voru þær niðri undir Lagarfljóti og reyndust við athugun mun
vöxtulegri en þær, er ég fann, eða um 20 cm á hæð með vænum
árssprotum. Mun þetta vera fyrsta vitneskjan um, að lerki liafi sáð
sér út frá plöntunum í Hallormsstaðaskógi.