Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
161
1. raynd. Jöklaklukka (Cardamine bellidifolia L.), vex einkum á aurum hátt
til Ijalla. 1 greininni er getið 5 nýrra fundarstaða hennar á Austur- og Norður-
landi. — Ljósm. H. G.
8. Triglochin maritima L.: Strandsauðlaukur.
Tegund þessi er talin sjaldgæf, en þó fundin á Austur- og Norð-
Austurlandi. Fundið hef ég hana í Vopnafirði, skammt frá sjó í
Selárdal, 1968, og á Langanesi, N.-Þing., á sjóflæðum utan við
Sauðanes, 1968.
9. Potamogeton alpinus Balbis: Fjallnykra.
Samkvæmt Flóru ísl. vex tegund þessi á nokkrum stöðum á
Austurlandi. Sjálfur hef ég fundið hana á eftirtöldum 6 stöðum
á þessu svæði: Vaðlavík, S.-Múl., í Víkurvatni, 278 m hæð, 1968.
Norðfjörður, Fannardalur, í Hólatjörnum, 1967. Breiðavík, N.-
Múl., tjörn við Litluvík, 1968. Hróarstunga, í tjörnum á þremur
stöðum: Við Krakalæk, Kirkjubæ og Geirastaði, 1968.
10. Potamogeton perfoliatus L.: Hjartanykra.
Samkvæmt Flóru ísl. aðeins fundin að Eiðurn á Austurlandi, en
íi