Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 44
162
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ófundin á Norð-Austurlandi. Hjartanykru fann ég í Hróarstungu,
N.-Múl., í tjörn skammt utan við Kirkjubæ, 1968. Einnig í tjörn
austan við Kópasker, N.-Þing., 1968. Þá má geta fundar á Vestur-
landi, þar sem ég fann hjartanykru í tjörn við Ytri-Garða á Snæ-
fellsnesi, 20. ágúst 1966.
11. Potamogeton praelongus Wulf.: Langnykra.
Áður getið frá tveimur stöðum á Austurlandi, Jr. e. Egilsstöðum
og Eiðum á Héraði. Þriðji fundarstaðurinn á þessum slóðum er í
Hróarstungu, N.-Múl., tjörn rétt utan við Litla-Steinsvað, 1968.
12. Poa laxa Haenke ssp. flexuosa (Sm.) Hyl.: Lotsveifgras.
Nyrzti vaxtarstaður lotsveifgrass, sem ég hef séð getið um frá
Austurlandi, er Hjálmárdalsheiði sunnan Loðmundarfjarðar (Ing-
ólfur Davíðsson, 1954) og þaðan ekki fyrr en við Eyjafjörð. Sumar-
ið 1968 fann ég lotsveifgras á 5 stöðum norðan þessara marka, og
voru þeir Jressir:
Herfell, N.-Múl., allvíða frá 500 m upp í meira en 1000 m hæð.
Hraundalur, Loðmundarfirði, 450 m hæð. Breiðavík, N.-Múl., í
Sólarfjalli og sunnan við Hákarlshaus, frá 300—440 m hæð. Dyrfjöll,
N.-Múl., frá 480—1130 m hæð. Hellisheiði, N.-Múl., 750 m hæð.
Gunnólfsvíkurfjall, N.-Múl., 500—700 m hæð. Þá má geta lotsveif-
grass frá Gerpi, S.-MúL, þar sem það óx lægst í um 500 m hæð.
13. Phippsia algida R. Br.: Snænarvagras.
í Flóru ísl. er tegund þessi sögð fundin á nokkrum stöðum til
fjalla á Austurlandi. Síðan hef ég séð hennar getið frá Fáskrúðs-
firði (Ingólfur Davíðsson, 1948) og Seldal og Oddsdal í Norðfirði
(Eyþór Einarsson, 1959).
Snænarvagras hef ég fundið í Herfelli í Loðmundarfirði, N.-
Múl., 620 m hæð, á flötum og rökum aurhjalla, 1968. Einnig á
Digranesi sunnan Bakkaflóa, N.-MúL, við Stapaá í um 200 m hæð,
1968. Hefur snænarvagrass ekki fyrr verið getið frá Norð-Austur-
landi, svo ég viti. Vaxtarstaðurinn þarna er óvenjulágt yfir sjó.
14. Scirpus acicularis L.: Vatnsnæli.
Plöntu þessa fann ég ásamt Helga Hallgrímssyni, grasafræðingi,