Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 47
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
165
3. mynd. í Borgar-
firði og Loðmundar-
firði vaxa ýmsar fá-
gætar tegundir, svo
sem súrsmæra (Oxalis
acetocella). Hér sést
hún í framhlaupinu
við Hvannstúð. —
Ljósm. H. G.
útbreiðslu þessarar tegundar, sem mönnum sést auðveldlega yfir,
nema vel sé að gáð. Fundið hef ég hana í Loðmundarfirði, Húsa-
vík, Breiðuvík, Borgarfirði, Njarðvík, Jökulsárhlíð, Vopnafirði,
Sandvíkurheiði og Þistilfirði, á nokkrum stöðum, þar sem vaxtar-
skilyrði voru hagstæð. Hygg ég því réttmætt að telja hjartablöðku
algenga á öllu þessu svæði.
27. Corallorhiza trifida Chat.: Kræklurót.
Um útbreiðslu kræklurótar mun ríkja nokkur óvissa, og því vil
ég geta hér nokkurra fundarstaða: Norðfjörður á nokkrum stöðum,
m. a. í Bagalsbotnum, 450 m hæð, 1966. Loðmundarfjörður, N,-
Múl., 1968. Húsavík, N.-Múl., 1967. Hróarstunga, N.-Múl., hjá
Hrærekslæk, 1968. Refsstaður, Vopnafirði, 250 m hæð, 1968. Búr
hjá Böðvarsdal, Vopnafirði, 1968. Kolbeinstangi, Vopnafirði, mjög
víða utan við kauptúnið, 1968. Digranes, N.-Múl., 1968. Gunnólfs-
vík, N.-Múl., 1968.
28. Populus tremula L.: Blæösp.
Sumarið 1966 skoðaði ég hina fjóra þekktu vaxtarstaði blæaspar
á Austurlandi. Meðal annars leitaði ég uppi vaxtarstað þann í