Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 48
166
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Stöðvarfirði, sem Eyþór Einarsson lýsti fyrstur (Eyþór Einarsson,
1959), en hann er á smábletti í kjarri í um 200 m hæð ofan við
eyðibýlið Strönd. Er ég var á leiðinni niður eftir frá því að skoða
öspina þarna, rakst ég á annan vaxtarstað blæaspar nær beint niður
af hinum í um 100 m bæð. Þarna uxu nokkrir tugir asparplantna
í grunnum hvamrni innan um lyng og grastegundir, en ekkert birki-
kjarr var sjáanlegt þar eða í næsta nágrenni. Teygði öspin sig lítið
sem ekkert upp fyrir lyngið, og voru plönturnar ekki yfir 10—15
cm á hæð. Annars staðar, þar sem ösp er fundin hér eystra, vex
hún innan um birkikjarr eða í skógi, eins og á Egilsstöðum.
29. Rumex acetosa L. var. 7iivalis Löve: Túnsúra.
Þetta túnsúruafbrigði bef ég fundið á tveimur stöðum: Á Hellis-
beiði, N.-Múl., í 740 m hæð, 1968, og í Dyrfjöllum, N.-Múl., 750
m hæð, 1968.
30. Cerastium edmo?idsto7iii (Wats.) Murb. & Ostf.:
Kirtilfræhyrna.
Tegund þessi er þegar fundin allvíða á Austurlandi, en þó vil
ég láta hér getið nokkurra fundarstaða ásamt hæðarmörkum: Lóns-
heiði, S.-Múk, ca. 500 m hæð, 1966. Vaðlavík, S.-Múl., við Víkur-
vatn, 280 m hæð, 1968. Hellisfjörður, S.-Múl., við Nóntind, 650 m
hæð, 1967. Herfell, N.-Múk, frá 530 m í yfir 1000 m hæð, 1968.
Dyrfjöll, N.-Múk, frá 500 upp fyrir 1000 m hæð, 1968. Breiðavík,
N.-Múk, lægst í 150 m hæð, 1968. Krafla, S.-Þing., í um 600 m
hæð, 1968. Þessi síðasti fundarstaður er nokkuð sérstakur, þar eð
hann liggur á milli meginútbreiðslusvæða tegundarinnar á Aust-
fjörðum og við Eyjafjörð.
31. Sagina intermedia Fenzl.: Snækrækill.
í Flóru ísl. er snækrækill talinn sjaldgæfur á Austurlandi og
fundinn aðeins á nokkrum stöðum á Norð-Austurlandi. Séð hef ég
nafngreinda 6 vaxtarstaði snækrækils á þessu svæði. Sjálfur hef ég
fundið hann á ekki færri en 10 stöðum, sem hér skulu taldir:
Álftafjörður, Axlir við Hofsdal, 600 m hæð, 1966. Norðfjörður,
Bagalsbotnar, 500 m hæð, 1966. Herfell, N.-Múk, frá 900—1050 m
hæð, 1968. Dyrfjöll, N.-Múk, 500-650 m hæð, 1968. Hellisheiði,
N.-Múk, 750 m hæð, 1968, Búr, Vopnafirði, 400 m hæð, 1968.