Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURIN N
167
4. mynd. Horft af
Neshálsi til Húsavík-
urheiðar. Fjallið Hvít-
serkur rís fyrir miðju.
— Ljósm. H. G.
Súlendur, N.-Múl., 600—800 m hæð, 1968. Bunga, N.-Þing., 600—
700 m hæð, 1968. Gunnólfsvíkurfjall, N.-Múl., 700 m hæð, 1968.
Flautafell, N.-Þing., 400—560 m hæð, 1968.
32. Sagina cacspitosa (J. Vahl.) Lge.: Fjallkrækill.
Fjallkrækill liefur hingað til verið talin ein liin fágætasta af ís-
lenzkum blómplöntum, enda aðeins fundin á 7 stöðum á landinu,
og eru 6 þeirra á austanverðu Norðurlandi, en einn við Hítardal
í Mýrasýslu (Steindór Steindórsson, 1956). Það var Ingimar Óskars-
son, sem fyrstur fann fjallkrækilinn sumarið 1926 í Austurfjalli
hjá Dalsmynni við Eyjafjörð (Ingimar Óskarsson, 1943) og síðar á
4 stöðum öðrum í Þingeyjarsýslum. Var sá austasti Sandfell í Axar-
firði (Ingimar Óskarsson, 1946). Hæsti vaxtarstaður mun liafa verið
í urn 800 m hæð, en sá lægsti í 370 m hæð.
Á ferðum mínum sumarið 1968 fann ég fjallkrækilinn á tveim-
ur nýjum stöðum, sem báðir liggja austan þeirra útbreiðslumarka,
sem áður voru þekkt: í Flautafelli í Þistilfirði, N.-Þing., 400—560
m hæð, 27. júlí, og á Bungu, N.-Þing., í 800—900 m hæð, 30. júlí.
Á báðum þessum stöðum var fjallkrækillinn í blóma, og í Flauta-
felli virtist hann allalgengur í 500 m hæð og ofar.