Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
l(i9
5. mynd. Sólarljall
sunnan Breiðuvíkur í
N.-Múlasýslu. Þar er
nyrzti fundarstaður
bergsteinbrjóts (Saxi-
fraga aizoon) á Aust-
fjörðum. Ljósm. H. G.
tungugil í Austurskógum, 1966. Álftafjörður, S.-Múl., Hofsdalur
innarlega í um 200 m hæð; einnig í Öxlum í um 550 m hæð, 1966.
Hamarsfjörður, Rauðaskriða, 50—100 m hæð, 1966. Gerpir, S.-Múl.,
við Tregaskarð, neðri mörk við 600 m hæð, 1968. Húsavík, N.-Múl.,
Álftavíkurtindur, 250 m hæð, 30. 7. 1967. Mun þetta vera nyrzti
fundarstaður melasólar á Austurlandi til þessa. Þingmúli, Skriðdal,
S.-Múl., 8. 8. 1967.
Reynt verður að gera austfirzkum eintökum þessarar tegundar
betri skil síðar, en I jóst er, að um verulegan breytileika er að ræða,
jafnt um útlit sem eðli.
37. Draba nivalis Liljebl.: Héluvorblóm.
Tegund þessi hefur ekki áður fundizt á Norð-Austurlandi, en s.l.
sumar fann ég hana á tveimur stöðum: í Súlendum, N.-MÚL, 700—
800 m hæð, 17. 7., og í Refsstaðafjalli, Vopnafirði, N.-Múl., 650—
900 m hæð, 18. 7. 1968.
38. Draba alpina L.: Fjallavorblóm.
í Flóru ísl. er tegund þessi sögð fundin á allmörgum stöðum á
Norðurlandi, frá vesturfjöllum Skagafjarðar til austurfjalla Fnjóska-