Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 52
170
NÁTTÚRU FR/EÐINGURINN
dals; Snæfellsöræfum á nokjcrum stöðum; Hundadölum á Kili;
ófundin annars staðar. Síðan hef ég aðeins séð fjallavorblóms getið
frá Nýjadal við Tungnafellsjökul (Eyþór Einarsson, 1968, Helgi
Hallgrímsson, 1968).
Sumarið 1968 fann ég fjallavorblóm í 7 fjöllum á svæðinu frá
Mývatni austur í Dyrfjöll. Fundarstaðirnir voru þessir: Dyrfjöll,
N.-Múl., 750 m hæð, 8. 8., aðeins fundið eitt eintak með aldinum.
Þjóðfell, N.-Múl., 950-1034 m hæð, allvíða, 16. 7. Súlendur, N,-
Múl., 700—804 m hæð, allvíða, 17. 7. Refsstaðfjall, Vopnafirði,
N.-Múl., 920—1000 m hæð, á stangli, 18. 7. Bunga, N.-Þing., 800—
967 m hæð, á stangli, 30. 7. Gunnólfsvíkurfjall, N.-Múl., á tindi
í 700—710 m hæð, nokkur eintök, 25. 7. Krafla, S.-Þing., rétt við
tindinn, 810 m hæð, eitt eintak með aldinum, 9. 9. 1968.
39. Cardamine bellidifolia L.: Jöklaklukka.
Jöklaklukku hef ég aðeins séð getið frá einum stað á Austfjörð-
um, það er frá I.akahnaus við Norðfjörð (Eyþór Einarsson, 1959),
og frá tveimur stöðum á Norð-Austurlandi, Gunnólfsvíkurfjalli og
Smjörfjöllum (Steindór Steindórsson, 1962).
Sumarið 1968 fann ég jöklaklukku í Dyrfjöllum, nokkur eintök
í 850 m hæð. Hellisheiði, N.-Múl., 750 m hæð, algeng. Þjóðfelli,
N.-MúL, 1000—1034 m hæð, mikið. Bungu, N.-Þing., 800—960 m
hæð, mjög algeng. Auk þess efst á Gunnólfsvíkurfjalli í um 700 m
hæð, þar sem hún var áður fundin.
40. Sedum annuum L.: Skriðuhnoðri.
í Flóru ísl. er skriðuhnoðri talinn sjaldgæfur á Austurlandi. Þar
hef ég aðeins fundið liann á 4 stöðum: Alftafirði, S.-Mrd., innar-
lega í Hofsdal, 1966. Hólmum í Reyðarfirði, S.-Múl., 1967. Fljóts-
dal, N.-Múl., við Hengifossá, 1967. Húsavík, N.-Múl., 1967. Óx
yfirleitt lítið af hnoðranum á hverjum stað og á takmörkuðu svæði.
41. Saxifraga cernua L.: Laukasteinbrjótur.
Flóra ísl. segir hann sjaldgæfan á Norð-Austurlandi, og hef ég
aðeins séð hans getið þaðan frá Hólsfjöllum. Á þessu svæði fann
ég laukasteinbrjót sem hér greinir: Þjóðfelli, N.-Múl., 600—1034 m
hæð. Súlendum, N.-MúL, 700 m hæð. Refsstaðafjalli, Vopnafirði,