Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 56
174
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
(Helgi Jónasson, 1953). Til viðbótar hef ég fundið hana í Húsa-
vík, N.-Múl., norðan víkur, 28. 7. 1967. Borgarfirði, N.-Múl., að
Jökulsá í ca. 100 m hæð ofan við bæinn, 8. 8. 1968; og í Gunnólfs-
vík, N.-Múl., í brekkum norðan samnefnds eyðibýlis, 25. 7. 1968.
50. Chamaenerion angustifolium (L.) Scop.: Sigurskúfur.
Sigurskúf fann ég í Húsavík, N.-Múl., á klettasnös norðan víkur-
innar, í ca. 200 m hæð, 1967. Var hann hávaxinn og blómstrandi
29. júlí.
51. Epilobium collinum Gmel.: Klappadúnurt.
Fundin í Burstarfellsskógi í Vopnafirði 1968.
52. Epilobium lactiflorum Hausskn.: Ljósadúnurt.
I.jósadúnurtar er ekki getið víða frá Norð-Austurlandi. Sumarið
1968 fann ég hana m. a. í Bungu, N.-Þing., 600—700 m hæð; og í
Gunnólfsvíkuríjalli, 600—700 m hæð.
53. Pyrola rotundifolia L.: Bjöllulilja.
í Flóru ísl. er bjöllulilja sögð fundin á Bægisstöðum í Axar-
firði, á nokkrum stöðurn í Vopnafirði og á Egilsstöðum á Héraði.
Á s.l. sumri fann ég tegund þessa víða í Loðmundarfirði, N.-Múl.,
allt frá Nesi inn undir Úlfsstaði. Óx hún þarna í 50—175 m hæð
og var ýmist í blórna eða með aldinum 15. ágúst. Einnig fann ég
bjöllulilju í Þistilfirði inn af eyðibýlinu Garði, 27. júlí 1968.
54. Pyrola secunda L.: Vetrarlaukur.
Tegund þessa sá ég fyrst hérlendis í Lóni, A.-Skaft., í Austui'-
skógum í 200—250 m hæð, þar sem hún óx á tveimur stöðum
innan um birkikjarr í grýttu lendi, 17. 7. 1966. Næstu þekktir
vaxtarstaðir vetrarlauks eru Öræfasveit og Egilsstaðir á Völlum.
55. Trientalis europaea L.: Sjöstjarna.
Sjöstjörnu hef ég áður séð getið frá einum stað norðan Lagar-
fljóts, þ. e. á Vopnafjarðarströnd (Steindór Steindórsson, 1962). í
ágúst 1967 fann ég hana í Jökulsárhlíð, N.-Múl., utan við Ketils-
staði, og sumarið 1968 að Hofi í Vopnafirði, á nokkrum stöðum
í kjarri, og að Eyvindarstöðum í Böðvarsdal á einum stað.