Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 57
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
175
8. mynd. Fjallavorblóm (Draba alpina) í 1000 metra hæð í Smjörf jöllum. Til
liægri sést m. a. lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis). — Ljósnt. H. G.
56. Pedicularis flammea L.: Tröllastakkur.
í Flóru ísl. er tröllastakkur talinn sjaldgæfur á Austurlandi og
Norð-Austurlandi. Sumarið 1968 fann ég hann á eftirtöldum stöð-
um á þessu svæði: Herfelli, á einum stað í 900 m hæð. Þjóðfelli,
750—1000 m hæð. Súlendum, 600—800 m hæð. Fossheiði við Nykur-
vatn, Vopnafirði, 475 m hæð. Refsstaðafjalli, Vopnafirði, 420 m
hæð. Búri hjá Böðvarsdal, 250 og 400 m hæð. Sandvíkurheiði, hjá
Götutjörn, 240 m hæð. Bungu, N.-Þing., 750—960 m hæð. Af fund-
um þessum virðist mega ráða, að tröllastakkur sé býsna algengur
til heiða og fjalla á Vopnafjarðarsvæðinu.
57. Erigeron uniflorum L.: Fjallakobbi.
Tegundar þessarar hef ég ekki séð getið frá Norð-Austurlandi
og aðeins frá örfáum stöðum á Austurlandi. í fyrsta sinn rakst ég
á fjallakobba í Bagalsbotnum í Norðfirði í ca. 500 m hæð, 26. 7.
1966. Sumarið 1968 fann ég hann hins vegar allvíða ofan við 400
metra hæð. Fundarstaðirnir voru: Herfell, N.-Múl., 400—1000 m