Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 58
176
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hæð. Dyrfjöll, N.-Múl., 400—800 m hæð. Búr, Vopnafirði, 400 m
hæð. Þjóðfell, N-.Múl., 850—1034 m hæð. Súlendur, N.-Múl., 600—
800 m hæð. Bunga, N.-Þing., 500—700 m hæð. Gunnólfsvíkurfjall,
N.-Múl., 400—600 m hæð. Flautafell, N.-Þing., 400—500 m hæð.
Krafla, S.-Þing., 800 m hæð.
58. Erigeron eriocephalum J. Vahl: Jöklakobbi.
I Flóru ísl. er jöklakobba aðeins getið frá þremur stöðum á
landinu, þ. e. Barkárdalsbrúnum inn af Eyjafirði, Arnarfelli rnikla
við Hofsjökul og Eyjabökkum austan Snæfells. Þann 19. 7. 1966
fann ég jöklakobba inn af Álftafirði, S.-Múl., í nálega 600 m hæð,
neðst í háu liamrabelti við Axlir norðan Hofsdals. Uxu þarna
nokkur eintök saman í hnappi og voru fleiri en einn stöngull upp
af hverri rót.
TEGUNDAFJÖLDI BYRKNINGA OG BLÓMPLANTNA
ofan ákveðinna hæðarmarka í nokkrum fjöllum
Artenanzahl von Plericlophyten und Spermatophyten
oberhalh gcwisser Höhengrenzen in einigen Gebirgen Islands
Á ferðum mínum sumarið 1968 ritaði ég niður þær tegundir,
sem fyrir augun bar ofan vissra hæðarmarka í nokkrum fjöllum,
og má sjá tölulega niðurstöðu nokkurra þessara athugana í töfl-
unni hér fyrir neðan. Taka verður tölum þessum með mikilli
varúð, því að hvergi var fullleitað og væri með ítarlegri rannsókn
vafalaust hægt að hækka tölur þessar talsvert í öllum tilfellum.
Sá mismunur, sem fram kemur á tegundafjölda ofan við samsvar-
andi hæð í fjöllum þessum, þarf hins vegar ekki að koma á óvart,
þar eð staðhættir eru víða mjög ólíkir og hvergi hinir sömu.
í 1000 metra hæð og þar fyrir ofan skráði ég samtals 41 tegund
blómplantna, og fara nöfn þeirra hér á eftir:
Beitieski (Equisetum variegatum), fjallapuntur (Deschampsia
alpina), lógresi (Triselum spicatum), blásveifgras (Poa glauca), lot-
sveifgras (Poa laxa ssp. flexuosa), fjallasveifgras (Poa alpina), blá-
vingull (Festuca vivipara), fjallhæra (Luzula arcuata), grasvíðir
(Salix herbacea), ólafssúra (Oxyria digyna), lækjafræhyrna (Cerast-