Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 62
180
NÁTT Ú RU F RÆÐ1NGURINN
Jón Jónsson:
Á slóðum Skaftár og Hverfisfljóts1)
SKAFTÁ
Það er öllum kunnugt hér á landi, að flestar stórár þessa lands
eiga upptök sín í einum og sama jöklinum — í Vatnajökli. Þó svo
sé eiga þær þó hver sitt vatnasvið og ræður því það landslag, sem
undir jöklinum er.
Undan Vatnajökli vestanverðum falla þrjár stórár. Talið frá
vestri til austurs eru það Skaftá, Hverfisfljót og Djúpá. Skaftá er
þeirra mest. Undan Vatnajökli kemur hún austan undir norður-
enda Fögrufjalla, en aðalvatnasvið hennar þar norður af takmark-
ast væntanlega að norðvestan af hæðardrögum, sem eru í áfram-
haldi af Fögrufjöllum undir jöklinum.
Að suðaustan eru vatnaskil milli Skaftár og Hverfisfljóts um
Eldborgaraðir, þ. e. gosstöðvarnar rniklu, sem síðast gusu 1783.
Líkur benda til að vatnasvið Skaftár nái mjög langt norður í jökul,
jafnvel norður fyrir Grímsvötn, og verður vikið að því síðar. Lengd
Skaftár frá jökli til ósa er um 120 km. í hana fellur að vestan
Útfallið úr Langasjó, Nyrðri og Syðri Ófæra, auk fjölda smálækja,
og að austan Grjótá og Hellisá uppi á hálendinu, en Holtsá og
Fjaðrá niðri í byggð. Auk þess falla í hana Geirlandsá og Fossálar
norðan frá niðri á sléttlendinu og Tungulækur, Grenlækur og Jóns-
kvísl (Hraunsá) úr Landbroti.
Sá mikli vatnaklasi, sem þannig myndast, nefnist einu nafni Land-
brotsvötn. Uppistaðan í þeim er Skaftá, og vötnin falla til sævar
um Skaftárós.
Rennsli Skaftár er verulegum breytingum háð. Við Skaftárdal er
það að vetri til oftast 50—70 teningsmetrar á sekúndu, en að sumri
venjulega um 160 teningsmetrar á sekúndu. Þó ber oft við að áin
1) Að nokkru úr erindáflokknum „Árnar okkar“ 1965.