Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
191
kargahraun eru nú sléttir sandar með einstaka hraunnybbum og
klettum upp rir. Og stöðugt er haldið áfram. Kvíslarnar teygja sig
lengra og lengra suður hraunið. En nú fá ekki allar kvíslar Skaftár
lengur að ráða ferðum sínum. Mannshöndin liefur hér sem svo
víða annars staðar gripið inn í starfsemi náttiirunnar. Ásakvíslar
hafa orðið að hverfa úr sínum fornu farvegum.
Um beinar afleiðingar slíkra ráðstafana skal ekki rætt hér, þó
þörf sé ærin, enda eru þær vel kunnar öllum í sveitunum milli
sanda. Annað mál og miklu stærra er svo það, að með þessum
ráðstöfunum er gróðurlendinu á þessu svæði stefnt í beinan voða.
I staðinn fyrir að fá frá kvíslunum vatn hlaðið næringarefnum,
gefa þær nú ekki annað frá sér en dauða og tortímingu, því frá
þeim stafar sandfokið, sem öllum gróðri eyðir. í Skaftáreldahrauni
ofanverðu, milli Skálarfjalls og Tunguhálsanna, er nú orðið mikið
foksandssvæði. Sá draugur er hinn mesti vágestur, og væri þörf að
kveða hann niður, áður en hann magnast svo, að ekki verði við
ráðið. Kvíslarnar bera fram sand í hraunið, og þegar þær þorna,
hvort heldur er af rnanna völdum eða ekki, er ekkert sem bíður
annað en það, að sandurinn tekur að fjúka. Svo er fyrir að þakka,
að nú hefur þetta mál verið tekið fyrir og ber að virða það, sem
vel er gert.
Það er hins vegar augljóst mál, að hér má ekki slá slöku við, ef
vel á að fara, og full ástæða er til að vara alvarlega við að leyfa
einhliða áliti að ráða framkvæmdum, sem geta haft jafn alvarlegar
afleiðingar sem fyrirhleðslan í Ásakvíslar. Þegar um er að ræða mál
sem þessi, þurfa sérfræðingar úr ýmsum greinum og menn, sem
eru staðháttum kunnugir, að vinna saman í einiægni. Það er gott
að geta læknað meinið, en það er betra og oftastnær mun ódýrara,
ef hægt er að fyrirbyggja það.
Skaftáreldahraunið rann yfir upptök Grenlækjar í I.andbroti og
Tungulækjar að nokkru líka. Lengi var hið nýja hraun geysimikill
vatnsmiðlari, og var því rennsli þessara lækja lengi vel svo að segja
eins vetur og sumar og hélzt það svo langt fram á þessa öld. Nú er
ekki svo lengur. Rennsli þessara lækja hefur minnkað að miklum
mun, og Tungulækur hefur oft verið að heita má þurr nærri því
allan veturinn. Þetta er til mikilla óþæginda fyrir þá bæi í Land-
broti, sem hafa komið sér upp rafstöð við lækinn. Vatnsskortur
þessi stafar fyrst og fremst af því, að það vatn, sem áður rann í