Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 86
204
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ómögulegt er að hraun frá Rauðhólum sjálfum hafi runnið nið-
ur Djúpárdal, því landinu hallar þannig.
Af öskulögum er ljóst, að gamla hraunið sunnan við Miklafell,
Núpahraun og Rauðabergshraun, eru samtíma myndanir. Að innri
gerð eru þessi hraun svo lík, að sennilegt, svo ekki sé meira sagt,
má telja, að þau séu frá sömu eldstöðvum, og tel ég, að svo muni
vera, en þá vantar að gera grein fyrir hvaðan hraunið, sem runnið
hefur niður Djúpárdal, er komið.
I jökulkróknum, sem verður suðaustur af Hágöngum, er gígur
mikill, sem aðeins ber nafnið Eldgígur. Hann er í beinu framhaldi
af Rauðhólaröðinni, og sýnist mér ekki ólíklegt að hann heyri þeirri
gígaröð til. Sterkar líkur eru fyrir því að þessi hraun séu mjög
gömul og því ekki ólíklegt að gosið hafi orðið á þeim tíma, þegar
jökull alls ekki var á þessurn slóðum eða þá var miklum mun minni
en hann síðar varð og er nú. Ekki verður annað séð en hraun nái
alveg upp undir jökul á svæðinu frá Rauðhólum að Gæsabringum.
Því virðist, að það hljóti að verulegu leyti að vera komið úr eld-
stöðvum, sem nú eru huldar jökli. Vitað er, að fyrir um 5000 ár-
um voru jöklar mun minni en þeir eru nú. Svo var t. d. um Skeið-
arárjökul (Jónsson 1960). Mér virðist ekki líklegt að hraun þessi
séu yngri en það, heldur einmitt mjög líklegt að þau séu runnin
á hlýviðrisskeiðinu fyrst eftir síðustu ísöld.
Svæðið allt meðfram jöklinum er mjög hallalítið frá austri til
vesturs, svo alveg óhugsandi er að hraun úr gígunum norður af
Brattahálsi hafi fallið niður Djúpárdal. Það hraun hlýtur því að
vera komið úr Eldgíg eða úr eldstöðvum, sem nú eru huldar jökli.
Líklegast virðist mér, að Eldgígur sé norðausturendi Rauðhóla-
raðarinnar, enda er hann í beinni stefnu af gígaröðinni vestan við
jökulinn. Sé þetta rétt, er gígaröðin yfir 30 km löng. Ekki er vitað
um önnur eldvörp, sem Rauðabergshraun gæti verið komið úr en
úr Rauðhólaröðinni, ef gert er ráð fyrir að hún nái austur í Eld-
gíg, og hafi gosið orðið á jökullausu landi. Að sjálfsögðu gæti
hraunið verið komið úr eldstöðvum, sem nú eru huldar jökli, þó
ekki væru þær tengdar Eldgíg.
Svo nánar sé vikið að aldri þessara hrauna má geta þess, að ljós-
leit (súr) öskulög, sem víða finnast ofan á þeim, benda til þess að
þau séu allgömul. Jafnframt sanna þau, að hraunin frá Rauðhól