Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 90
208
N ÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN
1.1,1
Skaftóreldahraun
(Strikin sýna meginstefnu
hraunstraumanno)
Eldri hraun
(Rouðhólohroun)
Gljúfur
E3
Misgengi
12. mynd. Hið forna gljúfur Hverfisfljóts milli Miklafells og Hnútu.
sáralitlar upplýsingar liggja fyrir varðandi breytingar vatnsfalla á
þeini slóðum. Það er þó, senr víðar á landi hér, ærið verkefni, sem
ekki er þýðingarlaust að vinna, því til þess að skilja hátterni jökul-
ánna þarf þekkingu á jöklunum og hátterni þeirra. Við vitum, að
Síðujökullinn á það til að hlaupa fram eins og Brúarjökull, og
gerði það líka á sama tíma og liann fyrir nokkrum árum. Um áhrif
þess á vatnsföllin þar efra viturn við ekkert.
Það sýnist nú ekki ástæðulaust að reyna að komast að því, hvort
vænta megi þess að útfall jökulánna verði á sama stað þrátt fyrir
breyttar aðstæður við jökulinn, því árnar falla um mannabyggðir
og hafa sín áhrif á þær. Það svæði, sem upptök Skaftár og Hverfis-
fljóts eru á, hefur lítið verið rannsakað á þessari öld og heildar-
myndin, sem við höfum af því, er mjög ófullkomin. Þetta svæði
hefur orðið dálítið útundan. Þetta gildir og ekki síður um svæðið
þar næst fyrir austan, en einmitt á því gæti verið ástæða til að hafa
nokkrar gætur.
Nokkru máli skiptir það, livort búast má við að rennsli einnar
ár aukist til helminga og annarrar minnki að sama skapi. Þetta
gildir hvort heldur er um virkjanir eða vega- og brúagerð að ræða,
og raunar margt annað líka. Yfir ánum ræður jökullinn að veru-