Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 92
210
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN
lngimar Óskarsson:
Dýrætur í jurtaríkinu
Árið 1769 fékk hinn heimsfrægi, sænski náttúrufræðingur Carl
von Linné sendibréf frá enskum kaupmanni; sá hét John Ellis. í
bréfi Jressu segir svo, meðal annars: „Ég sendi yður hér með ná-
kvæma teikningu ásamt blöðum og hlómi af einhverri jurt, sem
virðist hafa annars konar mataræði en almennt gerist meðal jurta.
Fremsti hluti blaðsins er eins konar veiðarfæri, gert úr tveim sep-
um, sem eru á nokkurs konar hjörum, og er þar agn fyrir skordýr:
litlir, rauðir kirtlar, er gefa frá sér sætan safa, og ginnast dýrin til
að bragða á honum. En skordýr er ekki fyrr búið að tylla einum
fæti á blaðið en það fer á hreyfingu og smellir saman sepunum,
svo að kvikindið fær þegar bana.“
Það er augljóst, að jurt sú, sem Ellis er að lýsa, er flugugrípur-
inn svokallaði, er heima á í Norður-Ameríku. En hann er ein af
þeim sérstæðu jurtum, sem nefndar eru dýrœtur.
Menn skyldu ætla, að bréf Jretta hefði vakið geysimikla athygli
á meðal lærðra grasafræðinga, ]>ar sem Jretta var alger nýjung varð-
andi mataræði jurta. En svo varð þó ekki. Annaðhvort hafa menn
Iialdið, að frásögn Ellis væri skröksaga ein, eða vísindamennirnir
ekki vitað, hvernig þeir ættu að bregðast við Jressum fréttum og
Jrví þagað þær í hel. Árin liðu, og öðru hvoru voru frásagnir um
dýrætur á rneðal jurtanna að ónáða grasafræðingana. Loks sýndi
náttúrufræðingurinn Danvin fram á Jrað með rökum, að til væru
jurtir, sem ætu dýr. En þrátt íyrir það liðu enn nokkrir áratugir
Jrangað til vísindin viðurkenndu almennt „nratseðil dýrætnanna“.
Okkur mönnunum er legið á hálsi fyrir Jrað að beita þeim bjarg-
ráðum, sem ekki falla inn í þjóðfélagsleg siðakerfi. En náttúran
sjálf er ekki ætíð vönd að Jreim ráðum, sem hún notar í þjónustu
lífsins. Reynslan hefur sannað, að hið dáða af öllu dáðu, blómin,
með ilmi sínum og listrænni litadýrð, sem aldrei verður með orðum
túlkuð, geta dulið beizkan bikar undir hjúpi glæsileikans.