Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 98
216
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
5. myncl. Flugugrípur (Dionaea muscipula).
blöðunum. Þessir kirtlar, sem eru aunars eðlis en hinir, skynja óðar,
hvað á seyði muni vera og byrja undir eins að iramleiða meltingar-
safa; í honum leysist svo dýrið upp og veitir jurtinni þannig góðan
aukabita. Henni ofbýður ekki, þó að hún sálgi 400 flugum yfir
daginn. Daggurtin hefur sums staðar erlendis verið ræktuð í húsum
inni með það fyrir augum að nota hana sem flugnaveiðara og hefur
hún reynzt ágætlega í því skyni.
Hin dýrætan, sem skyld er sóldögginni, er Dionaea muscipula,
kölluð flugugrípur í íslenzkum grasafræðibókum, en það nafn er
mjög villandi, því að jurt þessi veiðir tiltölnlega lítið af flugum,
heldur eru það vængjalausar maurategundir, bjöllur og önnur jarð-
bundin kvikindi, sem hún sendir inn í eilífðina. Blöð flugugríps-
ins eru stofnstæð eins og á sóldögginni, en mjög af annarri gerð.
Stilkur blaðanna er nokkuð langur, vængjaður og ofurlítið rennu-
laga, og er einkar þægilegt fyrir skordýr að skríða þar um. Blaðkan
sjálf er lítil og kringluleit; er hún gerð úr tveimur bleðlum, sem