Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 99
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
217
leika eins og á hjörum um miðstrenginn. Á blaðröndunum eru all-
mörg stinn liár, og falla þau svo vel inn í millibil sín, á hvorri rönd,
þegar blaðið leggst saman, að því er bezt líkt við spenntar greipar.
Á hvorri blaðhelft eru 3 tilfinningarnæm hár, er senda boð um það,
ef eittlivað veiðist, og fer þá morðvélin í gang. Segjum, að maur
komi skríðandi eftir blaðstilknum. Honum lízt vel á blaðkögurinn
og skilur ekki, að nokkur hætta geti verið fólgin í því að skreppa
þangað; en hann er ekki fyrr kominn út á blöðkuna en blaðhelft-
irnar krækjast saman og þrýstast smátt og smátt æ fastar hvor að
annarri, svo að maurinn verður innan tíðar að klessu. Jafnframt
þessu byrja kirtlar á yfirborði blaðsins að framleiða meltingarsafa,
og maurinn leysist upp. Það er mjög misjafnt, hve lengi blaðhelft-
irnar eru samanklemmdar; fer það eftir því, hvað bráðin er stór,
en það getur tekið allt að þremur vikurn.
Dýrætur þær, er ég hef nefnt
hér að framan, teljast aðeins til
tveggja ætta. En ennþá eru ótald-
ar þrjár ættir: Kerberaœttin
(.Nepenthaceae), lúðurblaðsœttin
(Sarraceniaceae) og jarðkönmi-
œttin (Cephalotaceae). Margar
tegundir meðal þessara ætta hafa
mjög athyglisverð veiðitæki. Á
flestum þeirra eru það laufblöð-
in eða hluti af þeim, sem jurt-
irnar útbúa sem veiðigildrur;
aðeins lögun, lega og fyrirkom-
lag þeirra er mismunandi eftir
eöli og vaxtarstað hlutaðeigandi
tegundar.
Kerberategundirnar eiga aðal-
lega heima í Suðaustur-Asíu,
einkum á Indlandseyjum. Flest-
ar þeirra vaxa á láglendi, en geta
líka komizt upp í 3000 m hæð
yfir sjó; allmargar þeirra eru
vafnings- eða klifurjurtir. Veiði- 6. lliynd. Kerberi
tækin eru krukkur eða könnur af (Nepenthes paniculata).