Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 101
N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
219
inn til þess að púppa sig og njóta síðan frelsis sem fullvaxta skor-
dýr. Næsta ár byrjar svo sama hringferðin.
Hitt skordýrið er fiðrildi af ættkvíslinni Xanthoptera (ég hef
leyft mér að nefna það krukkufiðrildi). Fótaútbúnaður þess er líkur
og á lúðurblaðsflugunni, svo að það getur gengið hiklaust um flug-
hála krukkuveggina. Það ferðast á milli krukknanna og verpir einu
eggi í hverja. Þar eyðir svo fiðrildið lirfu- og púpuuævi sinni og
flýgur þaðan fullskapað út í heiminn.
Af jarðkönnuættinni er til aðeins ein tegund í heiminum, jarð-
könnuveiðirinn, Cephalotus follicularis, og vex hún í Vestur-
Ástralíu. Blöðin, sem eru öll niður við rótina, eru af tvenns konar
gerð; í fyrsta lagi venjuleg laufblöð, er vaxa að haustinu, og í
öðru lagi krukkulaga blöð, sem verða til að vorinu og haldast
sumarlangt. Krukkurnar eru afar skrautlegar á litinn og hæna því
að ýmis fljúgandi skordýr. En krukk-
urnar eru bersýnilega ætlaðar vængja-
lausum dýrum eftir legu þeirra að
dæma; enda lýkur margur maurinn
ævi sinni þar. Eins og flestar gildrur
dýrætnanna, eru krukkur jarðkönnu-
veiðisins auðugar af hunangskirtlum,
og verður það mörgum sælkeranum
að fótakefli. Þær eru líka að öðru
leyti meistaralega útbúnar sem gildr-
ur. Krukkubarmurinn sjálfur slútir
t. d. fram yfir sig og er útbúinn með
gaddaröð neðst og vísa gaddarnir nið-
ur; neðar kemur svo belti með stinn-
um hárum, og enn neðar er útskot
eða bryggja. Auk þess er á krukku-
botninum alldjúpur vökvapollur.
Telja verður, að þessar tálmanir séu
óyfirstíganlegar flestum skordýrum.
En nú kemur spurningin: Er jurt-
um þeim, sem ég hef nefnt, hold-
gjafaefni skordýranna eða annarra
dýra, sem þær nærast á, alveg nauð- 7 mynd. jarðkönnuveiðir
synlegt til að framfleyta lífinu? Eða (Cephalotus follicularis).