Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 107
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
225
I. mynd. Flóamýri. Ljósm. Þorleifur Einarsson.
og hámýrar. Lágmýrar eru flatar eða lítið eitt hallandi, en hámýr-
ar eru kúptar. íslenzkar mýrar mega yfirleitt teljast til lágmýra, en
venja er að skipta þeim í flóamýrar og hallamýrar (Mölholm-Han-
sen, 1930) og segja þessi nöfn að nokkru til um myndun þeirra.
Flóamýrarnar eru til orðnar í vatnsstæðum, sem fyllzt hafa gróðri,
en hallamýrarnar á síröku, hallandi landi. Hallamýrar eru mun víð-
áttumeiri en flóamýrar hér á tandi. Á hálendi Isiands er þriðja
tegund mýra, svonefndar flár, sem eru í rauninni freðmýrar, því
að á þessum svæðurn fer klaki ekki úr jörð allt árið. I mýrum þess-
um eru hinar svonefndu rústir, sem eru stórar þúfur, oft um 1 —
2 metrar á hæð og nokkrir metrar í þvermál. Þær hafa í sér
kjarna úr ís og frosnum sverði. Kringum hverja rúst er venjulega
tjörn.
Mýrar eru einnig flokkaðar eftir gróðurfari, sem ríkjandi er á
yfirborði þeirra. Getur skiptingin t. d. verið þessi: mosamýrar, star-
angursmýrar, lyngmýrar, kjarrmýrar, skógarmýrar.
íslenzku flóamýrarnar svara ylirleitt til lágmýra. Gróðurinn er
aðallega starir, fífa og mosar. Mórinn í þeim er þéttur og dökkur
að lit, nema efstu lögin, sem hér kallast rof.
Litur mós getur verið allt frá gulbrúnu yfir í kolsvart og því
dekkri sem mórinn er meira unnnyndaður, rotnunarstigið hærra.