Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 113
N ÁTTÚ RIJFRTÐINGU R 1 N N
231
Tafla nm efnasamsetningu viðar, mós og kola
Kolefni c% Vetni H % Köfnun- arefni N % Súrefni o % Brenni- steinn s % Hitagikli í lífrænu efni kcal/kg
Viður (i'ura) . 50.0 6.0 0.3 44.0 0 4500
Mór 55-60 5.5-7 1.5-2 30-40 1-1.5 5500
Brúnkol .... 60-70 5-6 0.5-1.5 20-30 1.5-3 6500
Steinkol .... 75-90 4-5 1-1.5 5-10 1-2 8000
Gljákol 90-95 2-3 0.1-0.5 2-3 0.7 8500
um þjóðflokki, sem Chaucar nefndust, en þeir bjuggu við Norður-
sjó, þar sem nú heitir Holland. Þetta er flatt land og blautt og
ganga mikil flóð yfir það á stundum og því hafa íbúarnir reist sér
hús á hæðum, sem upp úr standa. Plíníus segir: „Þeir ausa upp
leðju með höndunum og þurrka liana fremur við vind en sólarhita
og við jörð þessa elda þeir mat sinn og verma líkami sína, sem
stirðir eru og kaldir í norðanvindinum. Þeir flétta sér net úr sefi
og þeirra eini drykkur er regnvatn, sem þeir safna af þökum húsa
sinna. Og þessar þjóðir telja sig lmepptar í ánauð, ef þær eru sigr-
aðar af Róm.“
Hugsun Plíníusar virðist vera sú, að vanþróuðum þjóðum á hans
tíma liafi verið það mikil gæfa að komast undir veldi Rómverja.
Og hann hálfvorkennir þeim þjóðflokkum, sem heimsveldið hefur
ekki enn lagt undir sig og veitt þeim þannig hlutdeild í menningu
sinni.
Mór hefur verið notaður til eldsneytis hér á landi frá því snemma
á öldum, ef til vill frá upphafi landsbyggðar, þó að viður hafi að
líkindum verið meir notaður í fyrstu, meðan land var viði vaxið
milli fjalls og fjöru, eins og segir í íslendingabók Ara og oft er
vitnað til.
Meðan skógar voru rniklir skorti ekki eldsneyti, svo hefur og
verið víða í Noregi. En þar sem skóglítið var, t. d. vestanfjalls, hafa
menn snemma lært að hagnýta móinn, það sýnir sagan um Torf-
Einar Rögnvaldsson af Mæri. í fyrstu hefur að líkindum sjálfur
grassvörðurinn verið notaður, en síðar hafa menn uppgötvað, að