Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 115
N ÁT TÚRUFRÆÐINGIJ RIN N
233
2. mynd. Móhraukar. Myndin tekin á Snæíellsnesi, sumarið 1963.
Ljósm. Þorleifur Einarsson.
Orðið mór er þó einnig gamalt. Lögbókin forna, Grágás, talar um
torfmó. Ekki virðist neinn munur gerður á torfi og mó. Nú á dög-
um er mór nefndur svörður á Norðurlandi.
Grágás, landsbrigðaþáttur, segir um rétt leiglendings: „hann á
torf at skera í landinu, er leigt hefir, sem hann þarf til eldibranda
sér, þar hjá er áðr er skorit, i'ella saman torfgrafir. En ef torfmór
er eigi í landi því er hann hefir leigt, og á hann þá viði at elda,
ef áðr var viði elt it næsta“. Þetta var endurtekið í Jónsbók.
Af fjölmörgum bréfum frá 14. öld og síðar sést, að mótekja hefur
verið almenn. Árið 1327 segir í rekaskrá Vatnsfjarðarkirkju að af
Unaðsdal átti að gjaldast áttfeðmingur torfs hvert sumar; þetta virð-
ist tákna eitthvert rúmtak, en ekki er ljóst hve ntikið það er. Kirkj-
an í Haffjarðarey á árið 1354 mótak í Torfvogi og Seljagröfum.
Hraunskarðsjörð á Snæfellsnesi á árið 1360 móskurð í Saxhamra.
í Heimskringlu, sögu Haralds hárfagra, er getið Torf-Einars
Orkneyjarjarls og það tekið fram, að hann hafi lengið viðurnefni
sitt af því, að hann lét vinna að móskurði í Orkneyjum. I Heims-
kringlu segir um þetta: „Hann var l’yrir því kallaðr Torf-Einar,
at hann lét skera torf ok halði þat fyrir eldivið, því at engi var
skógr í Orkneyjum.“ Hefur hann líklega þekkt til þessa starl’a í